Segjast hafa borgað konunum meira en körlunum undanfarin ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 09:30 Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu eru skiljanlega ósáttar með nýjasta útspil bandaríska sambandsins. Getty/Catherine Ivill Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins er að halda því fram að knattspyrnukonurnar hafi fengið miklu meiri pening en knattspyrnukarlarnir undanfarin tíu ár. Carlos Cordeiro, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, hefur snúið vörn í sókn í launadeilunni við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Bandarísku stelpurnar urðu heimsmeistarar á dögunum en standa jafnframt í málaferlum við bandaríska knattspyrnusambandið til að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Nýjasta innleggið frá umræddum Carlos Cordeiro er að setja fram niðurstöður úr rannsókn bandaríska knattspyrnusambandsins á greiðslum til kvenna- og karlalandsliðs Bandaríkjanna.US Soccer president Carlos Cordeiro writes new letter to federation members that includes what US Soccer says are details of USWNT vs USMNT pay/investment over the last decade. USWNT players will likely dispute that as mediation takes place soon. pic.twitter.com/e7o7i3ulXB — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019Í þeim tölum kemur fram að sambandið hafi greitt leikmönnum kvennalandsliðsins milljónum dollara meira en leikmönnum karlalandsliðsins á undanförnum áratug. Bandarísku knattspyrnukonurnar hafa verið með mikinn meðbyr í seglin í þessum launadeilum síðan að þær tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Karlarnir hefðu hins vegar fengið miklu meiri pening ef þeir hefðu náð sama árangri á þær. Það var fjórði heimsmeistaratitill bandaríska kvennalandsliðsins en besti árangur karlaliðsins í nútíma fótbolta eru átta liða úrslit á HM 2002. Bandaríska karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM sem fór fram í Rússlandi í fyrra. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar tryggðu sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð þá tapaði bandaríska karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt upplýsingunum sem Carlos Cordeiro kynnti í gær þá hafa leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fengið borgaðar samanlagt 34,1 milljón Bandaríkjadala frá 2010 til 2018 en þar eru við að tala um bæði laun og bónusgreiðslur. Inn í þessu eru laun bandaríska landsliðskvenna í kvennadeildinni sem sambandið borgar.Cordeiro: "As you’ll see—separate and apart from any prize money awarded by FIFA—U.S. Soccer has, over the past decade, paid our WNT more than our MNT in salaries and game bonuses, and we continue to make unprecedented investments in our women’s program." https://t.co/5cMKYl7BaM — Ian Thomas (@byIanThomas) July 29, 2019Leikmenn karlalandsliðsins hafa „bara“ fengið 26,4 milljónir Bandaríkjadala í laun og bónusa á sama tíma. Inn í þessum tölum eru þó ekki bónusgreiðslur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu á sama tímabili. Bandaríska sambandið hefur fengið 41 milljón Bandaríkjadala fyrir árangur karlaliðsins frá FIFA en aðeins 39,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir árangur kvennaliðsins sem hefur samt unnið tvo heimsmeistaratitla og komist þrisvar í úrslitaleik HM á þessum tíma. Um leið segir Carlos Cordeiro að bandaríska knattspyrnusambandið geti ekki borið ábyrgð á mismunandi greiðslum FIFA eftir kynjum. Molly Levinson, talsmaður bandarísku knattspyrnukvennanna, var fljót að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeirra mati sé þetta sorgleg tilraun til að berjast á móti öllum stuðningnum sem knattspyrnukonurnar hafa fengið með sínu baráttumáli fyrir kynjajafnfrétti hjá bandaríska sambandinu. Svar hennar má sjá hér fyrir neðan.Here's the response from USWNT players spokesperson Molly Levinson to today's letter from US Soccer president Carlos Cordeiro and the federation's contention that it has paid the USWNT more than the USMNT over the past decade. pic.twitter.com/sOpqDx1g4U — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019 HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins er að halda því fram að knattspyrnukonurnar hafi fengið miklu meiri pening en knattspyrnukarlarnir undanfarin tíu ár. Carlos Cordeiro, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, hefur snúið vörn í sókn í launadeilunni við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Bandarísku stelpurnar urðu heimsmeistarar á dögunum en standa jafnframt í málaferlum við bandaríska knattspyrnusambandið til að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Nýjasta innleggið frá umræddum Carlos Cordeiro er að setja fram niðurstöður úr rannsókn bandaríska knattspyrnusambandsins á greiðslum til kvenna- og karlalandsliðs Bandaríkjanna.US Soccer president Carlos Cordeiro writes new letter to federation members that includes what US Soccer says are details of USWNT vs USMNT pay/investment over the last decade. USWNT players will likely dispute that as mediation takes place soon. pic.twitter.com/e7o7i3ulXB — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019Í þeim tölum kemur fram að sambandið hafi greitt leikmönnum kvennalandsliðsins milljónum dollara meira en leikmönnum karlalandsliðsins á undanförnum áratug. Bandarísku knattspyrnukonurnar hafa verið með mikinn meðbyr í seglin í þessum launadeilum síðan að þær tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Karlarnir hefðu hins vegar fengið miklu meiri pening ef þeir hefðu náð sama árangri á þær. Það var fjórði heimsmeistaratitill bandaríska kvennalandsliðsins en besti árangur karlaliðsins í nútíma fótbolta eru átta liða úrslit á HM 2002. Bandaríska karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM sem fór fram í Rússlandi í fyrra. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar tryggðu sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð þá tapaði bandaríska karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt upplýsingunum sem Carlos Cordeiro kynnti í gær þá hafa leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fengið borgaðar samanlagt 34,1 milljón Bandaríkjadala frá 2010 til 2018 en þar eru við að tala um bæði laun og bónusgreiðslur. Inn í þessu eru laun bandaríska landsliðskvenna í kvennadeildinni sem sambandið borgar.Cordeiro: "As you’ll see—separate and apart from any prize money awarded by FIFA—U.S. Soccer has, over the past decade, paid our WNT more than our MNT in salaries and game bonuses, and we continue to make unprecedented investments in our women’s program." https://t.co/5cMKYl7BaM — Ian Thomas (@byIanThomas) July 29, 2019Leikmenn karlalandsliðsins hafa „bara“ fengið 26,4 milljónir Bandaríkjadala í laun og bónusa á sama tíma. Inn í þessum tölum eru þó ekki bónusgreiðslur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu á sama tímabili. Bandaríska sambandið hefur fengið 41 milljón Bandaríkjadala fyrir árangur karlaliðsins frá FIFA en aðeins 39,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir árangur kvennaliðsins sem hefur samt unnið tvo heimsmeistaratitla og komist þrisvar í úrslitaleik HM á þessum tíma. Um leið segir Carlos Cordeiro að bandaríska knattspyrnusambandið geti ekki borið ábyrgð á mismunandi greiðslum FIFA eftir kynjum. Molly Levinson, talsmaður bandarísku knattspyrnukvennanna, var fljót að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeirra mati sé þetta sorgleg tilraun til að berjast á móti öllum stuðningnum sem knattspyrnukonurnar hafa fengið með sínu baráttumáli fyrir kynjajafnfrétti hjá bandaríska sambandinu. Svar hennar má sjá hér fyrir neðan.Here's the response from USWNT players spokesperson Molly Levinson to today's letter from US Soccer president Carlos Cordeiro and the federation's contention that it has paid the USWNT more than the USMNT over the past decade. pic.twitter.com/sOpqDx1g4U — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019
HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira