Batman átti að horfast í augu við eigin geðveiki í mynd Ben Affleck Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 16:34 Ben Affleck í gervi Batmans. Warner Bros. Von er á nýrri Batman-mynd árið 2021 þar sem Robert Pattinson mun leika auðjöfurinn Bruce Wayne sem lemur á glæpamönnum í Gotham-borg í gervi leðurblöku. Það var hins vegar ekki upprunalega áætlun Warner Bros.-myndversins sem hafði ráðið Ben Affleck til að leika Bruce Wayne í þriðja sinn ásamt því að leikstýra myndinni. Ben Affleck lék Bruce Wayne í myndunum Batman v Superman: Dawn of Justice og í Justice League. Þar barðist leðurblökumaðurinn við hlið annarra ofurhetja en í næstu mynd átti hann að vera einn síns liðs og er handritið sem Affleck skrifaði nokkuð forvitnilegt. Affleck sagði sig hins vegar alfarið frá myndinni í janúar síðastliðnum og var tilkynnt að Matt Reeves tæki við sem leikstjóri. Affleck hafði ráðið kvikmyndatökumanninn Robert Richardson til að skjóta Batman-myndina sem Affleck átti að leikstýra. Richardson þessi mætti í Happy Sad Confused-hlaðvarpið fyrir skemmstu þar sem hann sagði handrit Affleck hafa verið fullklárað þegar hann sagði sig frá verkefninu. Richardson uppljóstraði að handritið hefði ekki beint verið elskað af þeim sem stóðu að framleiðslu myndarinnar. Richardson og Affleck höfðu áður unnið saman að myndinni Live by Night sem Affleck leikstýrði ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Við höfðum handrit, sem féll ekki í kramið. Það þurfti að gera margt og hann reyndi að breyta því en ákvað síðan að hverfa á braut,“ sagði Richardson. Kvikmyndatökumaðurinn sagði handritið hafa innihaldið sögu af Batman sem gerðist í Arkham-geðveikrahælinu í Gotham-borg sem hýsir alla jafna flest af verstu illmennum borgarinnar. Þar átti Bruce Wayne að horfast í augu við eigin geðveiki. Richardson vill meina að handritið hafi dregið upp enn dekkri mynd af Bruce Wayne en áður hefur sést. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Von er á nýrri Batman-mynd árið 2021 þar sem Robert Pattinson mun leika auðjöfurinn Bruce Wayne sem lemur á glæpamönnum í Gotham-borg í gervi leðurblöku. Það var hins vegar ekki upprunalega áætlun Warner Bros.-myndversins sem hafði ráðið Ben Affleck til að leika Bruce Wayne í þriðja sinn ásamt því að leikstýra myndinni. Ben Affleck lék Bruce Wayne í myndunum Batman v Superman: Dawn of Justice og í Justice League. Þar barðist leðurblökumaðurinn við hlið annarra ofurhetja en í næstu mynd átti hann að vera einn síns liðs og er handritið sem Affleck skrifaði nokkuð forvitnilegt. Affleck sagði sig hins vegar alfarið frá myndinni í janúar síðastliðnum og var tilkynnt að Matt Reeves tæki við sem leikstjóri. Affleck hafði ráðið kvikmyndatökumanninn Robert Richardson til að skjóta Batman-myndina sem Affleck átti að leikstýra. Richardson þessi mætti í Happy Sad Confused-hlaðvarpið fyrir skemmstu þar sem hann sagði handrit Affleck hafa verið fullklárað þegar hann sagði sig frá verkefninu. Richardson uppljóstraði að handritið hefði ekki beint verið elskað af þeim sem stóðu að framleiðslu myndarinnar. Richardson og Affleck höfðu áður unnið saman að myndinni Live by Night sem Affleck leikstýrði ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Við höfðum handrit, sem féll ekki í kramið. Það þurfti að gera margt og hann reyndi að breyta því en ákvað síðan að hverfa á braut,“ sagði Richardson. Kvikmyndatökumaðurinn sagði handritið hafa innihaldið sögu af Batman sem gerðist í Arkham-geðveikrahælinu í Gotham-borg sem hýsir alla jafna flest af verstu illmennum borgarinnar. Þar átti Bruce Wayne að horfast í augu við eigin geðveiki. Richardson vill meina að handritið hafi dregið upp enn dekkri mynd af Bruce Wayne en áður hefur sést.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp