Nína vildi raunverulegar ástarsögur í útvarpið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. ágúst 2019 14:30 Nínu Hjálmarsdóttur er margt til lista lagt. Hún hlaut mikla athygli fyrir hlaðvarpsþáttaseríuna Ástin sem hún vann í samstarfi við RÚV núll. aðsend mynd Nína Hjálmarsdóttir er 27 ára sviðslista og daskrárgerðarkona sem hefur hlotið mikla athygli fyrir hlaðvarpsþáttinn sinn Ástin sem unninn var í samstarfi við RÚV núll. Í þáttunum tekst Nína á persónulegan hátt við málefni tengd ástinni. Nína segir ferlið hafa verið að einhverju leiti ákveðið heilunarferli og segist hún jafnframt hafa lært mikið af viðmælendum sínum. Makamál hittu Nínu í kaffi og spurðu hana um ástina, ferlið við þáttargerðina og áhrifin sem það hafði á hana persónulega. Hvernig kom upp sú hugmynd að gera hlaðvarp um ástina?Hugmyndin kom út frá útskriftarverkinu mínu í LHÍ þar sem við vorum að vinna með að sviðssetja okkar persónulegu sögur og tilfinningar og okkar eilífu leit að ástinni. Ég fór að hugsa af hverju það væri ekki til meira af efni í fjölmiðlum þar sem fólk er að segja raunverulegar sögur um ástina. Málefni sem langflestir eyða stórum hluta lífsins í að velta fyrir sér og sem stjórnar svo mikið lífi okkar, menningu, væntingum og draumum.Ég fór að hugsa hvernig ég gæti yfirfært þessar aðferðir sviðslistanna í útvarpsform. Ég vildi gera mitt til að opna á hið persónulega og raunverulega í útvarpi sem mér finnst vera skortur á. En aðal ástæðan er samt sú að ég vildi gera efni, bæði fræðslu og persónulegar sögur, sem ég vildi óska að ég hefði haft aðgang að þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í ástinni. aðsend myndNína segist alltaf hafa verið heltekin af ástinni frá því að hún man eftir sér að horfa á Disney prinsessum bjargað af prinsum „Ég man til dæmis eftir því að hafa verið fyrir miklum vonbrigðum þegar ég byrjaði í grunnskóla því ég bjóst við að allir myndu vera syngjandi eins og í Grease. Ég var sjúklega rómantískur unglingur og drakk í mig kvikmyndasöguna með áherslu á sannar ástarsögur.“ Eftir að Nína upplifði fyrstu stóru ástarsorgina segist hún fyrst hafa sett upp ástargagnrýnisgleraugu og endurmetið hvaðan hugmyndir hennar voru raunverulega að koma. Hún segir að ekki hafi verið aftur snúið eftir að hún byrjaði að gera list um ást, ástarsorg og sjálfsást og hafi ástin verið eitt af hennar aðal hugðarefnum og áhugamálum. „Fólk fór að leita til mín til að fá ráð sem var súrrealískt af því ég var ekki beint góð í að analísera einstök sambönd eða mín eigin sambönd, áhuginn lá meira í stóru myndunum. Fæ reyndar algjört ógeð á þessu við og við.“ Við ræðum um það hvað hafi komið mest á óvart við gerð þáttanna og segir Nína að það hafi komið virkilega á óvart hvernig henni fannst efnið stjórna sér en ekki hún efninu.Ein hugmynd bjó til aðra og allt í einu var snjóboltinn kominn niður hæðina, eins og er oft í listferlum. Það hefði kannski ekki átt að koma á óvart en það var lang erfiðast að fá gagnkynhneigða karlmenn til að tala um ástina, en þáttur fimm í fyrstu seríu bætti það upp.Voru einhver viðfangsefni erfið að takast á við eða meira krefjandi en önnur? Annars vegar var það ástarsorgar-þátturinn í fyrstu seríu af því ég var að byggja hann á eigin sorgar og upprisuferli og það getur verið erfitt að kafa svona djúpt inn í gróin sár og horfast í augu við sjálfa þig. En ég fékk svo æðislega viðmælendur og mér þykir svo vænt um þennan þátt. Hins vegar var það genahrifningar-þátturinn í annarri seríu af því þetta er svo ótrúlega forboðið málefni, að nánustu ættingjar finni fyrir rómantískum og kynferðislegum tilfinningum til hvors annars þegar þau hittast í fyrsta sinn á fullorðinsárum.Ég fékk að ræða við fólk sem hafði upplifað þetta, off-record. Á sama tíma var ég í stríði við eigin fordóma og fór frá því að finnast þetta ógeðfellt yfir í að finna til samúðar og skilnings. Þannig ég fann til mikillar ábyrgðar að gera þessum þætti rétt skil.Aðsend myndTvær seríur voru gerðar af þáttunum og gengu þær báðar mjög vel. Nína segir að á þessum tíma hafi hún verið í stöðugu ego-boosti því hún hafi fengið svo mörg skilaboð frá fólki sem lýsti jafnvel mjög tilfinningalegum viðbrögðum eða uppgötvunum útfrá þáttunum. „Ókunnugt fólk að ganga að mér útá götu eða á djamminu til að tala við mig um þættina og deila með mér sínu lífi. Mér þykir samt allra vænst um unglingsstelpurnar sem voru svo glaðar að fá að hitta „Ástar-Nínu“ og sérstaklega ein sem sagði mér að Ástarsorgar-þátturinn hafi bjargað henni úr eigin ástarsorg.“Var einhver þáttur umdeildari en annar?Síðasti þáttur fyrstu seríu var mjög umdeildur af því þar voru ungar konur að tala hispurslaust um ástæður og áhrif þess að það sé ekki nóg af álitlegum einhleypum mönnum í Reykjavík, sérstaklega á post-metoo tímum þar sem standardarnir fyrir karlmenn hafa einfaldlega hækkað.Þátturinn fjallaði um hvernig þetta skapar ójafnvægi á deitmarkaðnum. Þetta fór svolítið fyrir brjóstið á ýmsum, en rigningin af skilaboðum frá konum að þakka fyrir að heyra loksins leyst frá þessari skjóðu – bætti upp fyrir það. Hvernig var að vera einhleyp og gera þessa þætti, fannst þú fyrir því að strákar væru með varan á í samskiptum við þig? Það voru einhverjir sem göntuðust með að þeim langaði til að vera í þáttunum mínum en það varð aldrei neitt vandamál. Enda myndi ég ekki vilja vera með neinum sem myndi setja þetta fyrir sig.En eins og margir er ég rosa góð í að sjá fyrir mér aðstæður annarra en verð svo sjálf staurblind í eigin ástarmálum. Ég elska að hugsa um stóra rammann en get ekki fyrir mitt litla líf gefið sjálfri mér ráð þegar ég er skotin í einhverjum. En ég held að það hafi verið mjög gott fyrir þættina að vera einhleyp, smá krydd af einmannaleika og athyglisþörf er ágætt. Nína segir alla þekkja alla á Íslandi og draugar fortíðar allsstaðar, ástarþríhyrningar algengir og ekki í tísku að vera hreinskilinn með tilfinningar sínar og berskjalda sig. Hún segir skammdegið ekki hjálpa og finnst við halda of fast í stoltið okkar.En það er á sama tíma ógeðslega gaman að vera einhleyp/ur hér einmitt af því allir þekkja alla og allar líkur á því að maður hitti þann sem maður er skotinn í á djamminu. Tvíeggja sverð, smá ruglingslegt svar hjá mér.Þegar Nína er spurð að því hvort að hún sé á stefnumótaforritnu Tinder segir hún svo ekki vera. Mér finnst erfitt að dæma fólk svo grunnt og er hrædd um að það styrki einhverja innri fordóma. En það eru samt margir kostir og hver veit nema ég prófi aftur. Talandi um stefnumót, áttu einhverja vandræðalega sögu af stefnumóti?Á fyrsta stefnumótinu með menntaskólakærastanum sem ég var ógeðslega skotin í. Ég var svo svöng að ég heimtaði að fara á Vitabar og það var ekki fyrr en ég var komin með hamborgarann upp í munninn sem ég sá að hann hafði ekki pantað sér neitt nema kók.Hann var semsagt grænmetisæta. Ég þurfti að klára kjötið mitt fyrir framan hann og síðan fara eitthvert annað svo hann gæti borðað eitthvað. Ég varð síðan grænmetisæta sjálf daginn sem við hættum saman.Þessa dagana er Nína að leggja lokahönd á verk með sviðslistahópnum Sálufélagar. Verkið heitir Independent Party People og verður frumsýnt í Tjarnarbíó 21. ágúst. Nína segir verkið vera sviðssetningu sjálfsins og samsköpunarverk,Spjall okkar endar svo á hugleiðingum um þessa svokölluðu leit að ástinni. Er það raunveruleg leit eða er það eitthvað sem samfélagið segir okkur að við eigum að vera að gera?Ég las um daginn að það hættulegasta sem kapítalismanum hefur tekist að gera er að telja öllum trú um að tilgangur lífsins sé að finna hamingjuna. Ég tengi þetta pínu við þessa stöðugu leit sem okkur er sagt að vera í og líka þetta með að maður verði að elska sjálfan sig. Hvað með að bara vera aðeins? og vera góður við aðra. Hætta að leita. En annars þá finnst mér alltof margir vera háðir ástinni, og ég vildi óska þess að fleiri (og ekki síst ég) myndu staldra við og spyrja sig hvort maður sé í rauninni að leita að þessari manneskju, eða að viðurkenningu. Að leita að eigin sjálfstrausti í hugmyndinni um þessa skilyrðislausu viðurkenningu sem ástarsamband getur verið.Er ekki að segja að það sé endilega rangt, en það er áhugavert að pæla í þessu. Og þá eins – ef fólk er í ástarsorg, þá gæti hjálpað að spyrja sig hvort maður sé í rauninni bara að syrgja missinn á manneskjunni sem maður var að hætta með og sambandið, eða hvort það sé kannski egó-ið manns sem er bara rosalega sært? Og ímyndin sem maður var með í hausnum um sambandið og manneskjuna? Er hún raunveruleg? Það var erfitt fyrir tvær manneskjur sem að deila þessum brennandi áhuga á ástinni að finna endi á spjallið og ef að Nína hefði ekki þurft að rjúka á næsta fund þá hefði mögulega orðið til bók en ekki bara einn pistill. Framundan eru spennandi tímar hjá Nínu þar sem við tekur draumanámið hennar, mastersnám í Performance Studies í NYU (New York University Tisch School of the Arts), í New York borg.Makamál þakka Nínu kærlega fyrir spjallið og kæmi ekki á óvart ef við fengjum að heyra í ástar-Nínu fljótt aftur. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Nínu þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Ástin og lífið Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45 Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00 Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra aðeins í Bergþóru og spjalla við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal. 31. júlí 2019 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Nína Hjálmarsdóttir er 27 ára sviðslista og daskrárgerðarkona sem hefur hlotið mikla athygli fyrir hlaðvarpsþáttinn sinn Ástin sem unninn var í samstarfi við RÚV núll. Í þáttunum tekst Nína á persónulegan hátt við málefni tengd ástinni. Nína segir ferlið hafa verið að einhverju leiti ákveðið heilunarferli og segist hún jafnframt hafa lært mikið af viðmælendum sínum. Makamál hittu Nínu í kaffi og spurðu hana um ástina, ferlið við þáttargerðina og áhrifin sem það hafði á hana persónulega. Hvernig kom upp sú hugmynd að gera hlaðvarp um ástina?Hugmyndin kom út frá útskriftarverkinu mínu í LHÍ þar sem við vorum að vinna með að sviðssetja okkar persónulegu sögur og tilfinningar og okkar eilífu leit að ástinni. Ég fór að hugsa af hverju það væri ekki til meira af efni í fjölmiðlum þar sem fólk er að segja raunverulegar sögur um ástina. Málefni sem langflestir eyða stórum hluta lífsins í að velta fyrir sér og sem stjórnar svo mikið lífi okkar, menningu, væntingum og draumum.Ég fór að hugsa hvernig ég gæti yfirfært þessar aðferðir sviðslistanna í útvarpsform. Ég vildi gera mitt til að opna á hið persónulega og raunverulega í útvarpi sem mér finnst vera skortur á. En aðal ástæðan er samt sú að ég vildi gera efni, bæði fræðslu og persónulegar sögur, sem ég vildi óska að ég hefði haft aðgang að þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í ástinni. aðsend myndNína segist alltaf hafa verið heltekin af ástinni frá því að hún man eftir sér að horfa á Disney prinsessum bjargað af prinsum „Ég man til dæmis eftir því að hafa verið fyrir miklum vonbrigðum þegar ég byrjaði í grunnskóla því ég bjóst við að allir myndu vera syngjandi eins og í Grease. Ég var sjúklega rómantískur unglingur og drakk í mig kvikmyndasöguna með áherslu á sannar ástarsögur.“ Eftir að Nína upplifði fyrstu stóru ástarsorgina segist hún fyrst hafa sett upp ástargagnrýnisgleraugu og endurmetið hvaðan hugmyndir hennar voru raunverulega að koma. Hún segir að ekki hafi verið aftur snúið eftir að hún byrjaði að gera list um ást, ástarsorg og sjálfsást og hafi ástin verið eitt af hennar aðal hugðarefnum og áhugamálum. „Fólk fór að leita til mín til að fá ráð sem var súrrealískt af því ég var ekki beint góð í að analísera einstök sambönd eða mín eigin sambönd, áhuginn lá meira í stóru myndunum. Fæ reyndar algjört ógeð á þessu við og við.“ Við ræðum um það hvað hafi komið mest á óvart við gerð þáttanna og segir Nína að það hafi komið virkilega á óvart hvernig henni fannst efnið stjórna sér en ekki hún efninu.Ein hugmynd bjó til aðra og allt í einu var snjóboltinn kominn niður hæðina, eins og er oft í listferlum. Það hefði kannski ekki átt að koma á óvart en það var lang erfiðast að fá gagnkynhneigða karlmenn til að tala um ástina, en þáttur fimm í fyrstu seríu bætti það upp.Voru einhver viðfangsefni erfið að takast á við eða meira krefjandi en önnur? Annars vegar var það ástarsorgar-þátturinn í fyrstu seríu af því ég var að byggja hann á eigin sorgar og upprisuferli og það getur verið erfitt að kafa svona djúpt inn í gróin sár og horfast í augu við sjálfa þig. En ég fékk svo æðislega viðmælendur og mér þykir svo vænt um þennan þátt. Hins vegar var það genahrifningar-þátturinn í annarri seríu af því þetta er svo ótrúlega forboðið málefni, að nánustu ættingjar finni fyrir rómantískum og kynferðislegum tilfinningum til hvors annars þegar þau hittast í fyrsta sinn á fullorðinsárum.Ég fékk að ræða við fólk sem hafði upplifað þetta, off-record. Á sama tíma var ég í stríði við eigin fordóma og fór frá því að finnast þetta ógeðfellt yfir í að finna til samúðar og skilnings. Þannig ég fann til mikillar ábyrgðar að gera þessum þætti rétt skil.Aðsend myndTvær seríur voru gerðar af þáttunum og gengu þær báðar mjög vel. Nína segir að á þessum tíma hafi hún verið í stöðugu ego-boosti því hún hafi fengið svo mörg skilaboð frá fólki sem lýsti jafnvel mjög tilfinningalegum viðbrögðum eða uppgötvunum útfrá þáttunum. „Ókunnugt fólk að ganga að mér útá götu eða á djamminu til að tala við mig um þættina og deila með mér sínu lífi. Mér þykir samt allra vænst um unglingsstelpurnar sem voru svo glaðar að fá að hitta „Ástar-Nínu“ og sérstaklega ein sem sagði mér að Ástarsorgar-þátturinn hafi bjargað henni úr eigin ástarsorg.“Var einhver þáttur umdeildari en annar?Síðasti þáttur fyrstu seríu var mjög umdeildur af því þar voru ungar konur að tala hispurslaust um ástæður og áhrif þess að það sé ekki nóg af álitlegum einhleypum mönnum í Reykjavík, sérstaklega á post-metoo tímum þar sem standardarnir fyrir karlmenn hafa einfaldlega hækkað.Þátturinn fjallaði um hvernig þetta skapar ójafnvægi á deitmarkaðnum. Þetta fór svolítið fyrir brjóstið á ýmsum, en rigningin af skilaboðum frá konum að þakka fyrir að heyra loksins leyst frá þessari skjóðu – bætti upp fyrir það. Hvernig var að vera einhleyp og gera þessa þætti, fannst þú fyrir því að strákar væru með varan á í samskiptum við þig? Það voru einhverjir sem göntuðust með að þeim langaði til að vera í þáttunum mínum en það varð aldrei neitt vandamál. Enda myndi ég ekki vilja vera með neinum sem myndi setja þetta fyrir sig.En eins og margir er ég rosa góð í að sjá fyrir mér aðstæður annarra en verð svo sjálf staurblind í eigin ástarmálum. Ég elska að hugsa um stóra rammann en get ekki fyrir mitt litla líf gefið sjálfri mér ráð þegar ég er skotin í einhverjum. En ég held að það hafi verið mjög gott fyrir þættina að vera einhleyp, smá krydd af einmannaleika og athyglisþörf er ágætt. Nína segir alla þekkja alla á Íslandi og draugar fortíðar allsstaðar, ástarþríhyrningar algengir og ekki í tísku að vera hreinskilinn með tilfinningar sínar og berskjalda sig. Hún segir skammdegið ekki hjálpa og finnst við halda of fast í stoltið okkar.En það er á sama tíma ógeðslega gaman að vera einhleyp/ur hér einmitt af því allir þekkja alla og allar líkur á því að maður hitti þann sem maður er skotinn í á djamminu. Tvíeggja sverð, smá ruglingslegt svar hjá mér.Þegar Nína er spurð að því hvort að hún sé á stefnumótaforritnu Tinder segir hún svo ekki vera. Mér finnst erfitt að dæma fólk svo grunnt og er hrædd um að það styrki einhverja innri fordóma. En það eru samt margir kostir og hver veit nema ég prófi aftur. Talandi um stefnumót, áttu einhverja vandræðalega sögu af stefnumóti?Á fyrsta stefnumótinu með menntaskólakærastanum sem ég var ógeðslega skotin í. Ég var svo svöng að ég heimtaði að fara á Vitabar og það var ekki fyrr en ég var komin með hamborgarann upp í munninn sem ég sá að hann hafði ekki pantað sér neitt nema kók.Hann var semsagt grænmetisæta. Ég þurfti að klára kjötið mitt fyrir framan hann og síðan fara eitthvert annað svo hann gæti borðað eitthvað. Ég varð síðan grænmetisæta sjálf daginn sem við hættum saman.Þessa dagana er Nína að leggja lokahönd á verk með sviðslistahópnum Sálufélagar. Verkið heitir Independent Party People og verður frumsýnt í Tjarnarbíó 21. ágúst. Nína segir verkið vera sviðssetningu sjálfsins og samsköpunarverk,Spjall okkar endar svo á hugleiðingum um þessa svokölluðu leit að ástinni. Er það raunveruleg leit eða er það eitthvað sem samfélagið segir okkur að við eigum að vera að gera?Ég las um daginn að það hættulegasta sem kapítalismanum hefur tekist að gera er að telja öllum trú um að tilgangur lífsins sé að finna hamingjuna. Ég tengi þetta pínu við þessa stöðugu leit sem okkur er sagt að vera í og líka þetta með að maður verði að elska sjálfan sig. Hvað með að bara vera aðeins? og vera góður við aðra. Hætta að leita. En annars þá finnst mér alltof margir vera háðir ástinni, og ég vildi óska þess að fleiri (og ekki síst ég) myndu staldra við og spyrja sig hvort maður sé í rauninni að leita að þessari manneskju, eða að viðurkenningu. Að leita að eigin sjálfstrausti í hugmyndinni um þessa skilyrðislausu viðurkenningu sem ástarsamband getur verið.Er ekki að segja að það sé endilega rangt, en það er áhugavert að pæla í þessu. Og þá eins – ef fólk er í ástarsorg, þá gæti hjálpað að spyrja sig hvort maður sé í rauninni bara að syrgja missinn á manneskjunni sem maður var að hætta með og sambandið, eða hvort það sé kannski egó-ið manns sem er bara rosalega sært? Og ímyndin sem maður var með í hausnum um sambandið og manneskjuna? Er hún raunveruleg? Það var erfitt fyrir tvær manneskjur sem að deila þessum brennandi áhuga á ástinni að finna endi á spjallið og ef að Nína hefði ekki þurft að rjúka á næsta fund þá hefði mögulega orðið til bók en ekki bara einn pistill. Framundan eru spennandi tímar hjá Nínu þar sem við tekur draumanámið hennar, mastersnám í Performance Studies í NYU (New York University Tisch School of the Arts), í New York borg.Makamál þakka Nínu kærlega fyrir spjallið og kæmi ekki á óvart ef við fengjum að heyra í ástar-Nínu fljótt aftur. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Nínu þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45 Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00 Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra aðeins í Bergþóru og spjalla við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal. 31. júlí 2019 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45
Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00
Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra aðeins í Bergþóru og spjalla við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal. 31. júlí 2019 20:00