Spænskt úrvalsdeildarlið spilar á Samsung-vellinum í kvöld: "Alltaf spænskt veður í Garðabænum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. ágúst 2019 07:15 Spænska úrvalsdeildarfélagið Espyanol mætir á gervigrasið í Garðabænum gegn Stjörnunni í kvöld í síðari leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stjörnumenn töpuðu fyrri leiknum 4-0 fyrir framan tugi þúsund áhorfenda í Katalóníu en staðan var markalaus í hálfleik. Verkefnið verður því erfitt en skemmtilegt fyrir Stjörnumenn í kvöld. „Það er frábært að fá þá hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þessum aðstæðum sem eru hér, sem er himin og haf á milli. Það er jafn mikið sjokk fyrir þá að koma hingað og okkur að fara á stóra völlinn hjá þeim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Frábært lið og tóku hrikalega vel á móti okkur. Öll samskipti við þetta félag hafa verið frábær og þetta er eiginlega í fyrsta skipti í Evrópukeppninni sem við fáum svona góðar móttökur,“ en mikil veðurblíða hefur verið í Garðabænum. „Það er alltaf spænskt veður í Garðabænum,“ sagði glottandi Rúnar Páll Sigmundsson. Haraldur Björnsson stóð í markinu hjá Stjörnunni í fyrri leiknum og hann verður aftur í markinu í kvöld en væntanlega verður nóg að gera hjá Haraldi. „Það er ekki á hverjum degi sem lið úr spænsku deildinni kemur hingað. Við þurfum að gera það besta úr deginum þó að úrslitin hafi ekki verið mjög hagstæð í síðustu viku. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt og gefa fólki góðan leik.“ „Við þurfum að eiga toppleik á morgun (innsk. blm. í dag) og taka það með okkur inn í deildina. Það eru átta leikir eftir. Vonandi náum við að setja eitt mark snemma og gera þetta skemmtilegt.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Sjá meira
Spænska úrvalsdeildarfélagið Espyanol mætir á gervigrasið í Garðabænum gegn Stjörnunni í kvöld í síðari leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stjörnumenn töpuðu fyrri leiknum 4-0 fyrir framan tugi þúsund áhorfenda í Katalóníu en staðan var markalaus í hálfleik. Verkefnið verður því erfitt en skemmtilegt fyrir Stjörnumenn í kvöld. „Það er frábært að fá þá hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þessum aðstæðum sem eru hér, sem er himin og haf á milli. Það er jafn mikið sjokk fyrir þá að koma hingað og okkur að fara á stóra völlinn hjá þeim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Frábært lið og tóku hrikalega vel á móti okkur. Öll samskipti við þetta félag hafa verið frábær og þetta er eiginlega í fyrsta skipti í Evrópukeppninni sem við fáum svona góðar móttökur,“ en mikil veðurblíða hefur verið í Garðabænum. „Það er alltaf spænskt veður í Garðabænum,“ sagði glottandi Rúnar Páll Sigmundsson. Haraldur Björnsson stóð í markinu hjá Stjörnunni í fyrri leiknum og hann verður aftur í markinu í kvöld en væntanlega verður nóg að gera hjá Haraldi. „Það er ekki á hverjum degi sem lið úr spænsku deildinni kemur hingað. Við þurfum að gera það besta úr deginum þó að úrslitin hafi ekki verið mjög hagstæð í síðustu viku. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt og gefa fólki góðan leik.“ „Við þurfum að eiga toppleik á morgun (innsk. blm. í dag) og taka það með okkur inn í deildina. Það eru átta leikir eftir. Vonandi náum við að setja eitt mark snemma og gera þetta skemmtilegt.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Sjá meira