Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 08:01 Skjáskot sem íranski byltingarvörðurinn birti af því þegar liðsmenn hans hertóku flutningaskipið á föstudag. Vísir/EPA Íranski byltingarvörðurinn birti í gær myndband sem sýnir grímuklædda og vopnaða hermenn síga um borð í olíuflutningaskip sem siglir undir bresku flaggi úr þyrlu. Hljóðupptökur sem einnig voru birtar sýna hvernig stjórnendur breskrar freigátu vöruðu Írani við því að hafa afskipti af flutningaskipinu. Olíuflutningaskipið og áhöfn þess var færð til hafnar í Íran á föstudag. Írönsk yfirvöld fullyrða að skipið hafi brotið alþjóðalög með því að hafa rekist á fiskiskip á Hormússundi og ekki sinnt köllum þess. Bresk stjórnvöld fullyrða aftur á móti að flutningaskipið, sem er í eigu sænskrar útgerðar, hafi verið innan lögsögu Óman þegar íranski byltingarvörðurinn hertók það. Á hljóðupptöku sem breskt öryggisfyrirtæki komst yfir og birti heyrast stjórnendur íransks skips skipa flutningaskipinu Stena Impero að breyta um stefnu. „Ef þið hlýðið verðið þið öruggir,“ segja Íranirnir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnendur freigátu breska sjóhersins HMS Montrose skerast þá í leikinn og segja Stena Impero að ekki megi hindra för þess á alþjóðlegri siglingarleið. Þá biðja þeir írönsku byltingarverðina um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðalög með því að reyna að ganga um borð í flutningaskipið. Freigátunni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að flutningaskipið væri hertekið. Vaxandi spenna hefur færst í samskipti Bretlands og Írans undanfarið. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að þrýsta á Breta og aðrar Evrópuþjóðir að halda lífi í kjarnorkusamningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði skilið við í fyrra. Íranir hafa verið sakaðir um að ráðast á skip á Hormússundi, einni fjölförnustu siglingarleið heims en þeir hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Þeir reiddust Bretum þegar för íransks flutningaskips var stöðvuð við Gíbraltar fyrr í þessum mánuði. Talið var að skipið flytti olíu til Sýrlands í trássi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu þá að hertaka breskt skip á móti. Bretland Íran Tengdar fréttir Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Íranski byltingarvörðurinn birti í gær myndband sem sýnir grímuklædda og vopnaða hermenn síga um borð í olíuflutningaskip sem siglir undir bresku flaggi úr þyrlu. Hljóðupptökur sem einnig voru birtar sýna hvernig stjórnendur breskrar freigátu vöruðu Írani við því að hafa afskipti af flutningaskipinu. Olíuflutningaskipið og áhöfn þess var færð til hafnar í Íran á föstudag. Írönsk yfirvöld fullyrða að skipið hafi brotið alþjóðalög með því að hafa rekist á fiskiskip á Hormússundi og ekki sinnt köllum þess. Bresk stjórnvöld fullyrða aftur á móti að flutningaskipið, sem er í eigu sænskrar útgerðar, hafi verið innan lögsögu Óman þegar íranski byltingarvörðurinn hertók það. Á hljóðupptöku sem breskt öryggisfyrirtæki komst yfir og birti heyrast stjórnendur íransks skips skipa flutningaskipinu Stena Impero að breyta um stefnu. „Ef þið hlýðið verðið þið öruggir,“ segja Íranirnir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnendur freigátu breska sjóhersins HMS Montrose skerast þá í leikinn og segja Stena Impero að ekki megi hindra för þess á alþjóðlegri siglingarleið. Þá biðja þeir írönsku byltingarverðina um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðalög með því að reyna að ganga um borð í flutningaskipið. Freigátunni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að flutningaskipið væri hertekið. Vaxandi spenna hefur færst í samskipti Bretlands og Írans undanfarið. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að þrýsta á Breta og aðrar Evrópuþjóðir að halda lífi í kjarnorkusamningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði skilið við í fyrra. Íranir hafa verið sakaðir um að ráðast á skip á Hormússundi, einni fjölförnustu siglingarleið heims en þeir hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Þeir reiddust Bretum þegar för íransks flutningaskips var stöðvuð við Gíbraltar fyrr í þessum mánuði. Talið var að skipið flytti olíu til Sýrlands í trássi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu þá að hertaka breskt skip á móti.
Bretland Íran Tengdar fréttir Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30