Það kemur í ljós um klukkan ellefu í dag hver verður næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins og þar með næsti forsætisráðherra Breta. Valið stendur á milli Jeremy Hunt og Boris Johnson og er Johnson talinn sigurstranglegastur.
Verið er að telja atkvæðin en kosningu á meðal flokksmeðlima lauk síðdegis í gær. Um 160 þúsund meðlimir Íhaldsflokksins tóku þátt. Nýr leiðtogi tekur síðan við sem forsætisráðherra af Theresu May á morgun. May mun í dag stýra sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Johnson hefur gefið í skyn að hann gæti dregið Bretland út úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings þegar fyrirhugaður útgöngudagur rennur upp í lok október. Af þeim sökum hafa nokkrir í forystusveit flokksins lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með honum í ríkisstjórn, þar á meðal Philipp Hammond, fjármálaráðherra.
Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag

Tengdar fréttir

Fjármálaráðherrann boðar afsögn verði Boris Johnson fyrir valinu
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands segjast ekki geta starfað með Johnson geri hann kröfu um að þeir styðji útgöngu án samnings í haust.

Búa sig undir Boris Johnson
Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson.

Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum
Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“