Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 17:00 Ungum kylfingum fjölgar á Íslandi. Mynd/GSÍ/Seth Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. Þar segir að umtalsverð fjölgun sé í golfhreyfingunni á Íslandi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í golfklúbbum landsins þann 1. júlí síðastliðinn. Um fjögur prósent heildaraukning er á landsvísu eða sem nemur tæplega 700 kylfingum. Alls voru 17.859 kylfingar skráðir þann 1. júlí síðastliðinn og er þetta er mesta fjölgunin frá árinu 2009 eða í áratug. Athygli vekur að aukningin er mest hjá þeim allra yngstu og elstu í hreyfingunni, 9 ára og yngri og 60 ára og eldri. Rúmlega 60 prósent allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76 prósent skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi. Golfklúbbur Brautarholts bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða um 85 prósent aukning. Margir golfklúbbar eru með töluverða fjölgun í sínum röðum en heildarlistann má sjá í fréttinni á heimasíðu GSÍsem má nálgast hér. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. Þar segir að umtalsverð fjölgun sé í golfhreyfingunni á Íslandi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í golfklúbbum landsins þann 1. júlí síðastliðinn. Um fjögur prósent heildaraukning er á landsvísu eða sem nemur tæplega 700 kylfingum. Alls voru 17.859 kylfingar skráðir þann 1. júlí síðastliðinn og er þetta er mesta fjölgunin frá árinu 2009 eða í áratug. Athygli vekur að aukningin er mest hjá þeim allra yngstu og elstu í hreyfingunni, 9 ára og yngri og 60 ára og eldri. Rúmlega 60 prósent allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76 prósent skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi. Golfklúbbur Brautarholts bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða um 85 prósent aukning. Margir golfklúbbar eru með töluverða fjölgun í sínum röðum en heildarlistann má sjá í fréttinni á heimasíðu GSÍsem má nálgast hér.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira