Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 17:00 Ungum kylfingum fjölgar á Íslandi. Mynd/GSÍ/Seth Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. Þar segir að umtalsverð fjölgun sé í golfhreyfingunni á Íslandi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í golfklúbbum landsins þann 1. júlí síðastliðinn. Um fjögur prósent heildaraukning er á landsvísu eða sem nemur tæplega 700 kylfingum. Alls voru 17.859 kylfingar skráðir þann 1. júlí síðastliðinn og er þetta er mesta fjölgunin frá árinu 2009 eða í áratug. Athygli vekur að aukningin er mest hjá þeim allra yngstu og elstu í hreyfingunni, 9 ára og yngri og 60 ára og eldri. Rúmlega 60 prósent allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76 prósent skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi. Golfklúbbur Brautarholts bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða um 85 prósent aukning. Margir golfklúbbar eru með töluverða fjölgun í sínum röðum en heildarlistann má sjá í fréttinni á heimasíðu GSÍsem má nálgast hér. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. Þar segir að umtalsverð fjölgun sé í golfhreyfingunni á Íslandi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í golfklúbbum landsins þann 1. júlí síðastliðinn. Um fjögur prósent heildaraukning er á landsvísu eða sem nemur tæplega 700 kylfingum. Alls voru 17.859 kylfingar skráðir þann 1. júlí síðastliðinn og er þetta er mesta fjölgunin frá árinu 2009 eða í áratug. Athygli vekur að aukningin er mest hjá þeim allra yngstu og elstu í hreyfingunni, 9 ára og yngri og 60 ára og eldri. Rúmlega 60 prósent allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76 prósent skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi. Golfklúbbur Brautarholts bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða um 85 prósent aukning. Margir golfklúbbar eru með töluverða fjölgun í sínum röðum en heildarlistann má sjá í fréttinni á heimasíðu GSÍsem má nálgast hér.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira