Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 11:09 Boris Johnson verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Hér ávarpar hann flokkssystkini sín eftir að niðurstöður voru tilkynntar í dag. Vísir/EPA Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri London, var valinn leiðtogi Íhaldsflokksins. Tilkynnt var um kjörið nú fyrir stundu og fékk Johnson um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra. Alls voru 159.320 manns á kjörskrá og var kjörsókn 87,4%. Af þeim fékk Johnson 92.153 atkvæði gegn 46.656 atkvæðum Hunt. Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún víkur nú fyrir Johnson. Eftir að tilkynnt var um úrslitin steig Johnson upp í pontu og ávarpaði samflokksmenn sína. Hann byrjaði á því að þakka Hunt fyrir að hafa verið „gífurlega sterkur“ andstæðingur. „Þú hefur verið uppspretta frábærra hugmynda, sem ég hyggst stela,“ sagði Johnson og uppskar hlátur úr salnum. Þá þakkaði Johnson fyrirrennara sínum, Theresu May, fyrir „stórkostleg“ störf hennar í þágu Íhaldsflokksins og bresku þjóðarinnar. Það hefðu jafnframt verið forréttindi að gegna embætti í ríkisstjórn hennar og fylgjast með ástríðu hennar og staðfestu í starfi. Þá hét hann því að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.Þakkarræðu Johnson má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.Johnson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn May en sagði af sér vegna andstöðu við útgöngusamning hennar við Evrópusambandið. Hann greiddi síðar atkvæði með samningum á þingi. Hans bíður nú það verkefni að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu á farsælan hátt, verkefnið sem var May að falli sem ráðherra. Johnson hefur meðal annars sagst tilbúinn að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Sú afstaða hans hefur orðið nokkrum núverandi ráðherrum flokksins tilefni til að lýsa því yfir að þeir ætli að segja af sér frekar en að starfa í ríkisstjórn hans, þar á meðal fjármála- og dómsmálaráðherrarnir. Bretland Brexit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri London, var valinn leiðtogi Íhaldsflokksins. Tilkynnt var um kjörið nú fyrir stundu og fékk Johnson um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra. Alls voru 159.320 manns á kjörskrá og var kjörsókn 87,4%. Af þeim fékk Johnson 92.153 atkvæði gegn 46.656 atkvæðum Hunt. Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún víkur nú fyrir Johnson. Eftir að tilkynnt var um úrslitin steig Johnson upp í pontu og ávarpaði samflokksmenn sína. Hann byrjaði á því að þakka Hunt fyrir að hafa verið „gífurlega sterkur“ andstæðingur. „Þú hefur verið uppspretta frábærra hugmynda, sem ég hyggst stela,“ sagði Johnson og uppskar hlátur úr salnum. Þá þakkaði Johnson fyrirrennara sínum, Theresu May, fyrir „stórkostleg“ störf hennar í þágu Íhaldsflokksins og bresku þjóðarinnar. Það hefðu jafnframt verið forréttindi að gegna embætti í ríkisstjórn hennar og fylgjast með ástríðu hennar og staðfestu í starfi. Þá hét hann því að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.Þakkarræðu Johnson má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.Johnson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn May en sagði af sér vegna andstöðu við útgöngusamning hennar við Evrópusambandið. Hann greiddi síðar atkvæði með samningum á þingi. Hans bíður nú það verkefni að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu á farsælan hátt, verkefnið sem var May að falli sem ráðherra. Johnson hefur meðal annars sagst tilbúinn að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Sú afstaða hans hefur orðið nokkrum núverandi ráðherrum flokksins tilefni til að lýsa því yfir að þeir ætli að segja af sér frekar en að starfa í ríkisstjórn hans, þar á meðal fjármála- og dómsmálaráðherrarnir.
Bretland Brexit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira