Heimsmarkmiðin: Of lítil framfaraskref Heimsljós kynnir 24. júlí 2019 10:15 Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kiara Worth/SÞ Of lítil framfaraskref. Það er niðurstaða árlegs ráðherrafundar um framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem lauk á dögunum í New York. Ísland var meðal þjóða sem kynnti landarýni um innleiðingu markmiðanna. Tæp fjögur ár eru liðin frá því þjóðarleiðtogar sammæltust um sautján heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Ljóst er eftir fundinn í New York að þjóðir heims þurfa að herða róðurinn til þess að uppfylla heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Heimsmarkmiðin sautján eru samþætt og órjúfanleg og fela í sér fimm meginþemu: mannkyn, jörð, hagsæld, frið og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem kom út á ráðherrafundinum segir að þrátt fyrir árangur á ákveðnum sviðum, meðal annars hvað varðar að draga úr fátækt og bæta heilsu, þurfi þjóðir heims að bregðast við með skilvirkari og hraðari hætti en hingað til. „Við förum okkur of hægt í viðleitni okkar að binda enda á mannlega þjáningu og skapa öllum tækifæri,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að tryggja að enginn sé undanskilinn og að innanlandsaðgerðir hafi stuðning alþjóðlegrar samvinnu.“ Í skýrslunni er bent á loftslagsbreytingar og ójöfnuð sem tvö brýnustu úrlausnarefnin. Þar segir að hamfarir vegna loftslagsbreytinga hafi gífurleg áhrif í lágtekjuríkjum og auki fátækt, hungur og sjúkdóma þeirra fátækustu og viðkvæmustu í heiminum.Að mati Oli Henmans, samræmingarstjóra heimsmarkmiðanna, má rekja hægar framfarir til nokkurra þátta. Hann segir í samtali við IPS fréttaveituna að í fyrsta lagi búti margar þjóðir heimsmarkmiðin niður, hafi takmarkaðar landsáætlanir, einbeiti sér aðeins að fáum markmiðum og horfi þar af leiðandi framhjá flestum þeirra. Í öðru lagi virðist að hans dómi ekki vera nægilegur pólitískur vilji í nokkrum lykilríkjum sem gætu verið í broddi fylkingar. Hann segir að í mörgum löndum á norðurhveli jarðar aukist meira að segja ójöfnuður og útlendingahatur. Og í þriðja lagi hafi framlög til þróunarsamvinnu ekki aukist til stuðnings þeirri umbyltingu sem heimsmarkmiðin feli í sér.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent
Of lítil framfaraskref. Það er niðurstaða árlegs ráðherrafundar um framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem lauk á dögunum í New York. Ísland var meðal þjóða sem kynnti landarýni um innleiðingu markmiðanna. Tæp fjögur ár eru liðin frá því þjóðarleiðtogar sammæltust um sautján heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Ljóst er eftir fundinn í New York að þjóðir heims þurfa að herða róðurinn til þess að uppfylla heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Heimsmarkmiðin sautján eru samþætt og órjúfanleg og fela í sér fimm meginþemu: mannkyn, jörð, hagsæld, frið og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem kom út á ráðherrafundinum segir að þrátt fyrir árangur á ákveðnum sviðum, meðal annars hvað varðar að draga úr fátækt og bæta heilsu, þurfi þjóðir heims að bregðast við með skilvirkari og hraðari hætti en hingað til. „Við förum okkur of hægt í viðleitni okkar að binda enda á mannlega þjáningu og skapa öllum tækifæri,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að tryggja að enginn sé undanskilinn og að innanlandsaðgerðir hafi stuðning alþjóðlegrar samvinnu.“ Í skýrslunni er bent á loftslagsbreytingar og ójöfnuð sem tvö brýnustu úrlausnarefnin. Þar segir að hamfarir vegna loftslagsbreytinga hafi gífurleg áhrif í lágtekjuríkjum og auki fátækt, hungur og sjúkdóma þeirra fátækustu og viðkvæmustu í heiminum.Að mati Oli Henmans, samræmingarstjóra heimsmarkmiðanna, má rekja hægar framfarir til nokkurra þátta. Hann segir í samtali við IPS fréttaveituna að í fyrsta lagi búti margar þjóðir heimsmarkmiðin niður, hafi takmarkaðar landsáætlanir, einbeiti sér aðeins að fáum markmiðum og horfi þar af leiðandi framhjá flestum þeirra. Í öðru lagi virðist að hans dómi ekki vera nægilegur pólitískur vilji í nokkrum lykilríkjum sem gætu verið í broddi fylkingar. Hann segir að í mörgum löndum á norðurhveli jarðar aukist meira að segja ójöfnuður og útlendingahatur. Og í þriðja lagi hafi framlög til þróunarsamvinnu ekki aukist til stuðnings þeirri umbyltingu sem heimsmarkmiðin feli í sér.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent