Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 10:22 Johnson hefur verið þekktur fyrir ýmis trúðslæti í gegnum tíðina. Evrópskir fjölmiðlar líkja honum við hirðfífl. Vísir/EPA Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu brugðust við fréttum af því að Boris Johnson yrði næsti forsætisráðherra Bretlands með undrun í dag. Á forsíðum dagblaða var Johnson ýmist lýst sem hirðfífli eða trúði. Johnson hafði betur gegn Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í leiðtogavali Íhaldsflokksins í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra af Theresu May í dag. Nokkrir úr framvarðarsveit Íhaldsflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um að starfa í ríkisstjórn Johnson vegna ummæla hans um að hann gæti dregið Bretland úr Evrópusambandsins án samnings 31. október. Sigri Johnson var fálega tekið í evrópsku pressunni. Johnson hefur ræktað ímynd flumbrugangs og hótfyndni og gerðu fjölmiðlar á meginlandi sér mat úr henni. The Guardian tók saman ummæli nokkurra fjölmiðla í Evrópu. Þýska blaðið Der Spiegel varaði við því að Johnson myndi byrja á að brjóta loforð sín strax á morgun. Libération í Frakklandi birti fyrirsögnina „Hirðfífl drottningarinnar“ um nýja breska forsætisráðherrann. Í svipaðan streng tók Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi. „Trúðurinn sem vildi vera konungur heimsins,“ var forsíða blaðsins. Politiken í Danmörku sagði að með Johnson gætu bresk stjórnmál orðið enn óútreiknanlegri en þau hafa verið til þessa og Belingske sagði Johnson líta út eins og mann sem svæfi í bílnum sínum og að það væri hans stíll. Engu mildari voru írskir fjölmiðlar. Í leiðara Irish Times spurðu ritstjórarnir hversu langt Bretland gæti fallið. „Brexit-klúðrið hefur gert landið klofið og biturt, þingið lamað, áhrif þess dvínandi, orðspor þess í molum. Nú er nýr lágpunktur: Boris Johnson er að verða forsætisráðherra. Það þýðir að hlutirnir gætu orðið enn verri,“ sagði í leiðaranum. Bretland Brexit Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu brugðust við fréttum af því að Boris Johnson yrði næsti forsætisráðherra Bretlands með undrun í dag. Á forsíðum dagblaða var Johnson ýmist lýst sem hirðfífli eða trúði. Johnson hafði betur gegn Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í leiðtogavali Íhaldsflokksins í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra af Theresu May í dag. Nokkrir úr framvarðarsveit Íhaldsflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um að starfa í ríkisstjórn Johnson vegna ummæla hans um að hann gæti dregið Bretland úr Evrópusambandsins án samnings 31. október. Sigri Johnson var fálega tekið í evrópsku pressunni. Johnson hefur ræktað ímynd flumbrugangs og hótfyndni og gerðu fjölmiðlar á meginlandi sér mat úr henni. The Guardian tók saman ummæli nokkurra fjölmiðla í Evrópu. Þýska blaðið Der Spiegel varaði við því að Johnson myndi byrja á að brjóta loforð sín strax á morgun. Libération í Frakklandi birti fyrirsögnina „Hirðfífl drottningarinnar“ um nýja breska forsætisráðherrann. Í svipaðan streng tók Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi. „Trúðurinn sem vildi vera konungur heimsins,“ var forsíða blaðsins. Politiken í Danmörku sagði að með Johnson gætu bresk stjórnmál orðið enn óútreiknanlegri en þau hafa verið til þessa og Belingske sagði Johnson líta út eins og mann sem svæfi í bílnum sínum og að það væri hans stíll. Engu mildari voru írskir fjölmiðlar. Í leiðara Irish Times spurðu ritstjórarnir hversu langt Bretland gæti fallið. „Brexit-klúðrið hefur gert landið klofið og biturt, þingið lamað, áhrif þess dvínandi, orðspor þess í molum. Nú er nýr lágpunktur: Boris Johnson er að verða forsætisráðherra. Það þýðir að hlutirnir gætu orðið enn verri,“ sagði í leiðaranum.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09