Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 16:21 Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. vísir/ap Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09