Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 22:10 Í dag var tilkynnt um það að Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðisdeildar Háskóla Íslands, muni taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Ásgeir, sem fékk aðeins að vita um ráðningu sína um hálftíma áður en hún var tilkynnt almenningi, segist vera auðmjúkur og þakklátur fyrir traustið. Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður um það hvort að einhverjar breytingar muni fylgja ráðningunni sagði Ásgeir að það fylgi nýjum mönnum alltaf nýjar áherslur. „Það liggur líka fyrir að það er búið að semja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þau fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar.“ Það liggi þess vegna fyrir að það verði hans hlutverk að fylgja þeim breytingum eftir.Eina starfið sem gæti dregið hann út úr Háskólanum Ásgeir sagði jafnframt að hann hafi verið mjög ánægður í starfi sínu hjá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur verið undanfarin ár: „Þetta er í rauninni eina starfið sem hefði getað dregið mig þaðan út.“En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ætlar maður að verða seðlabankastjóri á einhverju stigi?„Ég held að engir krakkar vilji, eða stefni á það að verða hagfræðingar, og ekki seðlabankafólk. Ég held að ég hafi ætlað að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur eða eitthvað álíka, eða háskólamaður.“ Aðspurður um stöðu íslenska hagkerfisins segir hann hana vera góða: „Okkar staða er góð, þannig lagað, en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti.“ Að lokum tók Ásgeir undir þau orð Eddu að fólk gæti verið tiltölulega bjartsýnt: „Já, algjörlega. Ég er allavega sjálfur bjartsýnn í dag þegar ég tek við á þessum sólríka degi.“ Seðlabankinn Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Í dag var tilkynnt um það að Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðisdeildar Háskóla Íslands, muni taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Ásgeir, sem fékk aðeins að vita um ráðningu sína um hálftíma áður en hún var tilkynnt almenningi, segist vera auðmjúkur og þakklátur fyrir traustið. Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður um það hvort að einhverjar breytingar muni fylgja ráðningunni sagði Ásgeir að það fylgi nýjum mönnum alltaf nýjar áherslur. „Það liggur líka fyrir að það er búið að semja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þau fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar.“ Það liggi þess vegna fyrir að það verði hans hlutverk að fylgja þeim breytingum eftir.Eina starfið sem gæti dregið hann út úr Háskólanum Ásgeir sagði jafnframt að hann hafi verið mjög ánægður í starfi sínu hjá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur verið undanfarin ár: „Þetta er í rauninni eina starfið sem hefði getað dregið mig þaðan út.“En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ætlar maður að verða seðlabankastjóri á einhverju stigi?„Ég held að engir krakkar vilji, eða stefni á það að verða hagfræðingar, og ekki seðlabankafólk. Ég held að ég hafi ætlað að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur eða eitthvað álíka, eða háskólamaður.“ Aðspurður um stöðu íslenska hagkerfisins segir hann hana vera góða: „Okkar staða er góð, þannig lagað, en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti.“ Að lokum tók Ásgeir undir þau orð Eddu að fólk gæti verið tiltölulega bjartsýnt: „Já, algjörlega. Ég er allavega sjálfur bjartsýnn í dag þegar ég tek við á þessum sólríka degi.“
Seðlabankinn Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40
Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00