Erlent

Forseti Túnis látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Beji Caid Essebsi var 92 ára gamall þegar hann lést.
Beji Caid Essebsi var 92 ára gamall þegar hann lést. Vísir/EPA
Beji Caid Essebsi, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims er látinn, 92 ára að aldri. Skrifstofa forsetaembættisins greindi frá andláti hans í dag. Essesbsi var lagður inn á sjúkrahús í gær.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að embættismenn hafi ekki sagt hvers vegna Essebsi var lagður inn. Forsetinn hafði þó lengi glímt við heilsubrest.

Essebsi var kjörinn forseti í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í Túnis árið 2014 í kjölfar arabíska vorsins svonefnda. Hann hafði lýst því yfir fyrr á þessu ári að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í nóvember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×