Fótbolti

Hjörtur og félagar skoruðu mikilvægt útivallarmark í Póllandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Bröndby er 2-1 undir gegn Lechia Gdansk eftir fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin mættust í Póllandi í kvöld.

Fyrsta markið skoruðu heimamenn í Lechia eftir 26 mínútur en þeir fengu þá vítaspyrnu. Framherjinn Flavio Paixao fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Eftir klukkutíma leik var það Svíinn Simon Hedlund sem jafnaði metin eftir að hafa tekið laglega við sendingu frá Þjóðverjanum Dominik Kaiser.

Einungis fjórum mínútum síðar komust gestirnir aftur yfir en Patryk Lipski skoraði þá með skalla eftir laglega fyrirgjöf. Lokatölur 2-1.

Hjörtur Hermannsson stóð vaktina vel í vörn danska liðsins en eftir viku mætast liðin á nýjan leik í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×