Handbolti

Tuttugu marka sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Kristjáns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján hefur stýrt sænska landsliðinu í þrjú ár. Hann sinnir því starfi samhliða því að þjálfa Rhein-Neckar Löwen.
Kristján hefur stýrt sænska landsliðinu í þrjú ár. Hann sinnir því starfi samhliða því að þjálfa Rhein-Neckar Löwen. vísir/getty
Kristján Andrésson stýrði Rhein-Neckar Löwen í fyrsta sinn þegar liðið vann stórsigur á Hofweier, 39-19, í æfingaleik.

Löwen var tíu mörkum yfir í hálfleik, 18-8. Patrick Groetzki var markahæstur í liði Ljónanna með níu mörk.

Kristján tók við Löwen af Dananum Nikolaj Jacobsen í sumar. Sá gerði Löwen tvisvar að þýskum meisturum og einu sinni að bikarmeisturum.

Kristján er annar Íslendingurinn sem stýrir Löwen. Guðmundur Guðmundsson var þjálfari liðsins á árunum 2010-14. Undir hans stjórn unnu Ljónin EHF-bikarinn 2013.

Samhliða því að stýra Löwen er Kristján þjálfari sænska landsliðsins. Hann tók við Svíum haustið 2016 og undir hans stjórn unnu þeir til silfurverðlauna á EM 2018. Áður þjálfaði Kristján lið Guif í Svíþjóð.

Löwen endaði í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×