Möguleiki fyrir Man. United að selja miðvörð til Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2019 10:00 Victor Lindelof. Getty/Matthew Ashton Miðvarðarstaðan hefur ekki verið talin sú sterkasta hjá liði Manchester United en spænska stórliðið Barcelona hefur engu að síður áhuga á að kaupa einn af miðvörðum liðsins ef marka má fréttir frá Spáni. Barcelona hefur áhuga á sænska landsliðsmiðverðinum Victor Lindelof en hingað til hefur Manchester United ekki viljað selja hann. Stuðningsmenn Manchester United vilja líka örugglega bæta við miðvarðarhóp félagsins í stað þess að selja. „Það er stórt félag í Evrópu sem vill fá hann en þegar ræðst allt á afstöðu Manchester United,“ sagði Hasan Cetinkaya, umboðsmaður Victor Lindelof. Hann var í viðtali við spænska blaðið Mundo Deportivo.Barcelona are reportedly interested in signing Manchester United defender Victor Lindelof. That's the gossip. More: https://t.co/VKCaW91GcHpic.twitter.com/93ZSrMrTO5 — BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2019Allt bendir til þess að Matthijs de Ligt verði leikmaður Juventus og um leið þarf Barcelona að finna annan miðvörð í hans stað. Barca hefur verið á eftir Hollendingnum sem valdi hins vegar að fara til Juve. Mundo Deportivo heldur því fram að Barcelona sé að leita annað og að félagið hafi mestan áhuga á að fá Victor Lindelof frá Manchester United. Barcelona hefur reynt nokkrum sinnum að talað við Manchester United um sölu á Svíanum en hingað til hefur svarið alltaf verið það sama: „Victor Lindelof er ekki til sölu“.Victor Lindelöf's agent Hasan Cetinkaya: "Lindelöf is in the orbit of a great European club. But leaving Manchester United depends on the English club." Mundo Deportivo are reporting the club in question is Barcelona.. Is he good enough? pic.twitter.com/eI9RwouOqu — Footy Accumulators (@FootyAccums) July 9, 2019Victor Lindelof verður 25 ára gamall seinna í sumar. Manchester United lítur á hann sem framtíðarmann í miðri vörninni. Lindelof fór í æfingaferðina til Ástralíu með Manchester United og ekkert bendir til annars en að hann spili með United áfram. Það má samt ekki vanmeta þá stöðu þegar félag eins og Barcelona er að banka á dyrnar. Þá verða leikmenn oft mjög órólegir fljótt.Victor Lindelof og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.Getty/Chris Brunskill Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Miðvarðarstaðan hefur ekki verið talin sú sterkasta hjá liði Manchester United en spænska stórliðið Barcelona hefur engu að síður áhuga á að kaupa einn af miðvörðum liðsins ef marka má fréttir frá Spáni. Barcelona hefur áhuga á sænska landsliðsmiðverðinum Victor Lindelof en hingað til hefur Manchester United ekki viljað selja hann. Stuðningsmenn Manchester United vilja líka örugglega bæta við miðvarðarhóp félagsins í stað þess að selja. „Það er stórt félag í Evrópu sem vill fá hann en þegar ræðst allt á afstöðu Manchester United,“ sagði Hasan Cetinkaya, umboðsmaður Victor Lindelof. Hann var í viðtali við spænska blaðið Mundo Deportivo.Barcelona are reportedly interested in signing Manchester United defender Victor Lindelof. That's the gossip. More: https://t.co/VKCaW91GcHpic.twitter.com/93ZSrMrTO5 — BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2019Allt bendir til þess að Matthijs de Ligt verði leikmaður Juventus og um leið þarf Barcelona að finna annan miðvörð í hans stað. Barca hefur verið á eftir Hollendingnum sem valdi hins vegar að fara til Juve. Mundo Deportivo heldur því fram að Barcelona sé að leita annað og að félagið hafi mestan áhuga á að fá Victor Lindelof frá Manchester United. Barcelona hefur reynt nokkrum sinnum að talað við Manchester United um sölu á Svíanum en hingað til hefur svarið alltaf verið það sama: „Victor Lindelof er ekki til sölu“.Victor Lindelöf's agent Hasan Cetinkaya: "Lindelöf is in the orbit of a great European club. But leaving Manchester United depends on the English club." Mundo Deportivo are reporting the club in question is Barcelona.. Is he good enough? pic.twitter.com/eI9RwouOqu — Footy Accumulators (@FootyAccums) July 9, 2019Victor Lindelof verður 25 ára gamall seinna í sumar. Manchester United lítur á hann sem framtíðarmann í miðri vörninni. Lindelof fór í æfingaferðina til Ástralíu með Manchester United og ekkert bendir til annars en að hann spili með United áfram. Það má samt ekki vanmeta þá stöðu þegar félag eins og Barcelona er að banka á dyrnar. Þá verða leikmenn oft mjög órólegir fljótt.Victor Lindelof og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.Getty/Chris Brunskill
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira