Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2019 11:21 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Facebook-færsla sem birt var á síðu Sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps hefur vakið hörð viðbrögð netverja. Í færslunni kemur fram að tveir hundar sem voru í vörslu sveitarfélagsins yrði lógað, hefðu eigendur þeirra ekki samband við hundafangara sem fór með málið. Undir færsluna skrifar sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, en það er Ingibjörg Harðardóttir. Skjáskot„Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í færslunni. Heimildir Vísis herma að síðan færslan birtist hafi eigandi hundanna haft samband og til standi að sækja hundana. Í 3. grein samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að leyfilegt sé að aflífa hund í óskilum „sé hans ekki vitjað innan sjö daga frá því eiganda var tilkynnt um handsömun hans , enda sé eigandi hundsins upplýstur um hvað vanræksla á að vitja ekki um hundinn getur haft í för með sér.“ Ekki liggur ljóst fyrir með hvort eigandi hundanna var látinn vita með öðrum hætti en í gegn um Facebook-færsluna, þar sem fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna.Netverjar ósáttir Ljóst er að margir eru ósáttir við það að aflífa eigi hundana verði þeirra ekki vitjað og velta því upp hvort ekki sé hægt að leita annarra leiða, fari svo að eigendur hundanna skjóti ekki upp kollinum.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og GrafningshreppiEinn netverji bendir á að allavega annar hundurinn sé merktur: „Þessi litli er merktur með tveimur símanúmerum! Hvernig væri að taka upp símann og láta eiganda vita? Hvað vitið þið um það hvort eigandi sé ekki á fullu að leita en hafi enga hugmynd um að þið hafið hirt þá upp?“ Þá bendir önnur kona á að sá sé almennt ekki hátturinn að aflífa hunda sem eru yfirgefnir af eigendum. Ummæli við færsluna skipta tugum og mörgum verulega heitt í hamsi vegna málsins. Orð eins og „aumingjar,“ „ógeðslegt fólk“ og „djöfuls rugl“ hafa þá verið látin falla. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna, við vinnslu þessarar fréttar. Í svari á Facebook-síðu hreppsins kemur fram að hundarnir sem um ræði hafi oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og kvartað undan þeim.Svarið má sjá að neðan.Svar frá hreppnumÍ Grímsnes- og Grafningshrepp er lausaganga hunda bönnuð og var það staðfest síðast með samþykkt þann 13. janúar 2012.Hundarnir sem hér ræðir um hafa oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og hefur verið kvartað undan þeim.Þeir voru handsamaðir um helgina og er nú verið að auglýsa eftir eigendum þeirra.í 2. gr samþykkta sveitarfélagsins um hundahald segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald á þeim.Við brot á skilyrðum fyrrnefndar greinar skal fjarlægja viðkomandi hunda, sem hefur í þessu tilviki verið gert.Yfirvöldum sveitarfélagsins er ekki skylt að geyma skráða hunda lengur en í tíu daga frá handsömun þeirra og er heimilt að láta aflífa hundana að þeim tíma liðnum.Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og verið er að gera hér.Vissulega vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til þessa örþrifaráðs og óskum því hér með eftir að eigendur gefi sig fram við hundafangarann. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Facebook-færsla sem birt var á síðu Sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps hefur vakið hörð viðbrögð netverja. Í færslunni kemur fram að tveir hundar sem voru í vörslu sveitarfélagsins yrði lógað, hefðu eigendur þeirra ekki samband við hundafangara sem fór með málið. Undir færsluna skrifar sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, en það er Ingibjörg Harðardóttir. Skjáskot„Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í færslunni. Heimildir Vísis herma að síðan færslan birtist hafi eigandi hundanna haft samband og til standi að sækja hundana. Í 3. grein samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að leyfilegt sé að aflífa hund í óskilum „sé hans ekki vitjað innan sjö daga frá því eiganda var tilkynnt um handsömun hans , enda sé eigandi hundsins upplýstur um hvað vanræksla á að vitja ekki um hundinn getur haft í för með sér.“ Ekki liggur ljóst fyrir með hvort eigandi hundanna var látinn vita með öðrum hætti en í gegn um Facebook-færsluna, þar sem fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna.Netverjar ósáttir Ljóst er að margir eru ósáttir við það að aflífa eigi hundana verði þeirra ekki vitjað og velta því upp hvort ekki sé hægt að leita annarra leiða, fari svo að eigendur hundanna skjóti ekki upp kollinum.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og GrafningshreppiEinn netverji bendir á að allavega annar hundurinn sé merktur: „Þessi litli er merktur með tveimur símanúmerum! Hvernig væri að taka upp símann og láta eiganda vita? Hvað vitið þið um það hvort eigandi sé ekki á fullu að leita en hafi enga hugmynd um að þið hafið hirt þá upp?“ Þá bendir önnur kona á að sá sé almennt ekki hátturinn að aflífa hunda sem eru yfirgefnir af eigendum. Ummæli við færsluna skipta tugum og mörgum verulega heitt í hamsi vegna málsins. Orð eins og „aumingjar,“ „ógeðslegt fólk“ og „djöfuls rugl“ hafa þá verið látin falla. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna, við vinnslu þessarar fréttar. Í svari á Facebook-síðu hreppsins kemur fram að hundarnir sem um ræði hafi oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og kvartað undan þeim.Svarið má sjá að neðan.Svar frá hreppnumÍ Grímsnes- og Grafningshrepp er lausaganga hunda bönnuð og var það staðfest síðast með samþykkt þann 13. janúar 2012.Hundarnir sem hér ræðir um hafa oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og hefur verið kvartað undan þeim.Þeir voru handsamaðir um helgina og er nú verið að auglýsa eftir eigendum þeirra.í 2. gr samþykkta sveitarfélagsins um hundahald segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald á þeim.Við brot á skilyrðum fyrrnefndar greinar skal fjarlægja viðkomandi hunda, sem hefur í þessu tilviki verið gert.Yfirvöldum sveitarfélagsins er ekki skylt að geyma skráða hunda lengur en í tíu daga frá handsömun þeirra og er heimilt að láta aflífa hundana að þeim tíma liðnum.Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og verið er að gera hér.Vissulega vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til þessa örþrifaráðs og óskum því hér með eftir að eigendur gefi sig fram við hundafangarann.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira