Innlent

Framlengja á ferðabann um Gróttu

Andri Eysteinsson skrifar
Um er að ræða mikilvægan tíma í fuglalífi staðarins.
Um er að ræða mikilvægan tíma í fuglalífi staðarins. Vísir/Vilhelm
Ferðabann um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnesi sem staðið hefur yfir frá 1. maí verður líkast til framlengt en Umhverfisstofnun hefur gert úttekt á svæðinu og telur áframhaldandi lokun mikilvæga, frá þessu er greint í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Umhverfisstofnun telur lokunina mikilvæga þar sem hætta er á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið verður opið enda um varptíma fugla að ræða. „Svæðið nærri Gróttu og Grótta sjálf er vinsælt útivistarsvæði og því mikilvægt að bregðast við sem fyrst,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.

Áformað er að lokunin á svæðinu taki gildi frá og með 15. júlí næstkomandi, landvarsla á svæðinu mun vera aukin á meðan að á lokuninni stendur til þess að gæta að henni sé framfylgt.

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum og samráði í tengslum við lokunina, þar sem um skyndilokun er að ræða óskar stofnunin eftir svari, ekki seinna en klukkan 13:00 föstudaginn 12. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×