Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 19:15 Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo. Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo.
Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira