Gústi Gylfa: „Mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2019 22:22 Ágúst vildi þétta raðirnar fyrir leikinn við Vaduz og það tókst heldur betur vísir/bára Ágúst Þór Gylfason sagði leik Breiðabliks og Vaduz í kvöld hafa verið taktískan en hann hefði viljað sjá sitt lið beinskeyttara í að refsa gestunum frá Liecthenstein. „Taktískur leikur. Einhver færi, kannski eitt, tvö á hvort lið, en mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz,“ sagði Ágúst inntur eftir fyrstu viðbrögðum í leikslok. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er því allt opið fyrir seinni leikinn í Liechtenstein eftir viku, en liðin eigast við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þeir eru mjög góðir í að halda boltanum og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og hlaupa mikið. Við vorum þéttir og gáfum ekki mikið af færum á okkur. Ég hefði viljað vera aðeins beinskeyttari og refsa þeim aðeins meira fyrir það að halda boltanum svona vel.“ Blikar voru, líkt og Ágúst sagði, mjög þéttir til baka og vörðust vel en það var lítið að frétta frá þeim sóknarlega og langir kaflar þar sem þeir ógnuðu marki gestanna ekki neitt. „Það var í báðar áttir fannst mér. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur núna í deildinni og ákváðum það að þétta raðirnar og gerðum það vel. Héldum markinu hreinu og það var flott.“ „Nú förum við á þeirra heimavöll og þá gildir útivallarmark, getur verið, og við þurfum að setja mark á þá, það er klárt, og ætlum að gera það.“ Fyrir Evrópuleikina í vikunni var aðeins rætt að Breiðablik væri líklega það lið sem ætti greiðustu leiðina í aðra umferð, var lið Vaduz sterkara en Ágúst bjóst við? „Þetta er á svipuðu róli. Mér finnst þetta gott lið, þeir eru góðir í fótbolta og geta haldið boltanum vel. Þeir leikir sem ég hef séð þá spila þá eru þeir yfirleitt með yfirhöndina í að halda bolta og gera það bara mjög vel.“ „En tækifærin eru að refsa þeim þegar þeir ætla að halda boltanum inn á okkar vallarhelmingi, vinna boltann þar og sækja hratt og skora mörk á þá, það er leiðin á þá,“ sagði Ágúst Þór Gylfason. Evrópudeild UEFA Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason sagði leik Breiðabliks og Vaduz í kvöld hafa verið taktískan en hann hefði viljað sjá sitt lið beinskeyttara í að refsa gestunum frá Liecthenstein. „Taktískur leikur. Einhver færi, kannski eitt, tvö á hvort lið, en mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz,“ sagði Ágúst inntur eftir fyrstu viðbrögðum í leikslok. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er því allt opið fyrir seinni leikinn í Liechtenstein eftir viku, en liðin eigast við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þeir eru mjög góðir í að halda boltanum og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og hlaupa mikið. Við vorum þéttir og gáfum ekki mikið af færum á okkur. Ég hefði viljað vera aðeins beinskeyttari og refsa þeim aðeins meira fyrir það að halda boltanum svona vel.“ Blikar voru, líkt og Ágúst sagði, mjög þéttir til baka og vörðust vel en það var lítið að frétta frá þeim sóknarlega og langir kaflar þar sem þeir ógnuðu marki gestanna ekki neitt. „Það var í báðar áttir fannst mér. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur núna í deildinni og ákváðum það að þétta raðirnar og gerðum það vel. Héldum markinu hreinu og það var flott.“ „Nú förum við á þeirra heimavöll og þá gildir útivallarmark, getur verið, og við þurfum að setja mark á þá, það er klárt, og ætlum að gera það.“ Fyrir Evrópuleikina í vikunni var aðeins rætt að Breiðablik væri líklega það lið sem ætti greiðustu leiðina í aðra umferð, var lið Vaduz sterkara en Ágúst bjóst við? „Þetta er á svipuðu róli. Mér finnst þetta gott lið, þeir eru góðir í fótbolta og geta haldið boltanum vel. Þeir leikir sem ég hef séð þá spila þá eru þeir yfirleitt með yfirhöndina í að halda bolta og gera það bara mjög vel.“ „En tækifærin eru að refsa þeim þegar þeir ætla að halda boltanum inn á okkar vallarhelmingi, vinna boltann þar og sækja hratt og skora mörk á þá, það er leiðin á þá,“ sagði Ágúst Þór Gylfason.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira