Helgi okkar allra Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Helgi Hafnar hefur verið fastagestur á Prikinu í um það bil fimmtíu ár. Fréttablaðið/Anton Brink Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmtistaðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern einasta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffihús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera myndina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heimildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr.Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menningarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“Magnea segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast Helga betur við gerð myndarinnar. Mynd/Ómar SverrissonHún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavíkur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildarmynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handabandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjallsímanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tæknivæðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykjavík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynnast honum betur við gerð myndarinnar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira
Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmtistaðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern einasta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffihús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera myndina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heimildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr.Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menningarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“Magnea segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast Helga betur við gerð myndarinnar. Mynd/Ómar SverrissonHún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavíkur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildarmynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handabandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjallsímanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tæknivæðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykjavík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynnast honum betur við gerð myndarinnar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira