Brjáluð flottheit á LungA 2019 Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Björt Sigfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. Mynd/Ólafur Daði Eggertsson Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika. Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. „Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll. Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju samkvæmt á Seyðisfirði í sumar. „Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár. Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt. Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverfismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur spennandi viðfangsefni. „Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar orðnar stútfullar.“ Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með hljómsveitinni Mammút á LungA í ár. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, er til að mynda með eina smiðju. Hún sá um framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. „Í ár erum við með tónleika báða dagana yfir helgina. Þar koma meðal annars fram Hatari, Mammút, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá Bandaríkjunum. Svo erum við með eftirpartí í samstarfi við Red Bull en þar koma fram Upsammy frá Hollandi, Bjarki og DJ Dominatricks. Það verður sér svið fyrir það sem verður opnað þegar eftirpartíið byrjar,“ segir Björt. Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á grillaðar pylsur. „Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“ Björt segir flesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó alltaf geti orðið einhverjir árekstrar. „En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það að leiðarljósi að gera betur.“ Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tónleikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ. „Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“ segir Björt . Birtist í Fréttablaðinu Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika. Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. „Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll. Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju samkvæmt á Seyðisfirði í sumar. „Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár. Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt. Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverfismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur spennandi viðfangsefni. „Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar orðnar stútfullar.“ Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með hljómsveitinni Mammút á LungA í ár. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, er til að mynda með eina smiðju. Hún sá um framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. „Í ár erum við með tónleika báða dagana yfir helgina. Þar koma meðal annars fram Hatari, Mammút, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá Bandaríkjunum. Svo erum við með eftirpartí í samstarfi við Red Bull en þar koma fram Upsammy frá Hollandi, Bjarki og DJ Dominatricks. Það verður sér svið fyrir það sem verður opnað þegar eftirpartíið byrjar,“ segir Björt. Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á grillaðar pylsur. „Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“ Björt segir flesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó alltaf geti orðið einhverjir árekstrar. „En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það að leiðarljósi að gera betur.“ Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tónleikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ. „Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“ segir Björt .
Birtist í Fréttablaðinu Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira