Uppáhalds minning Neymars er þegar hann vann PSG Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2019 09:57 Neymar fagnar eftir frægan sigur Barcelona á Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum. vísir/getty Neymar, framherji Paris Saint-Germain, gaf Barcelona hressilega undir fótinn á samkomu á vegum góðgerðasamtaka sinna á dögunum. Hann var þá spurður um uppáhalds minningar sínar á fótboltaferlinum. Neymar nefndi tvær; þegar Brasilía vann Ólympíugull 2016 og þegar Barcelona vann PSG, 6-1, í frægum leik 2017. Neymar hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona í allt sumar. Brassinn mætti ekki á réttum tíma til æfinga hjá PSG og fékk væna sekt fyrir. Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, sagði síðan að Neymar mætti fara frá félaginu ef gott tilboð bærist í hann. Neymar skoraði tvö mörk í áðurnefndum sigri Barcelona á PSG fyrir tveimur árum. Þetta var seinni leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en PSG vann þann fyrri, 4-0. Neymar kom Börsungum í 4-1 með marki úr beint úr aukaspyrnu á 88. mínútu. Þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann sitt annað mark úr víti. Sergi Roberto skoraði svo sjötta mark Börsunga í blálokin og setti punktinn aftan við magnaða endurkomu þeirra.Barcelona gekk frá kaupunum á Antoine Griezmann í síðustu viku en ekki er loku fyrir það skotið að Spánarmeistararnir nái líka í Neymar. Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir „Neymar má fara“ Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær. 9. júlí 2019 07:30 Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Barcelona hefur gengið frá kaupunum á Antoine Griezmann frá Atlético Madrid. Barcelona kaupir upp samning Griezmann við Atlético Madrid. 12. júlí 2019 13:23 Neymar fær himinháa sekt eftir að hafa skrópað á æfingu PSG hefur gripið til ráðstafanna vegna fjarveru Neymar. 9. júlí 2019 18:45 Real sagt ætla í baráttu við Barca um Neymar Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um brasilísku stórstjörnuna Neymar í sumar eftir því sem segir í spænskum fjölmiðlum. 11. júlí 2019 15:00 Neymar skrópaði á æfingu Brassin heldur áfram að baka vandræði. 8. júlí 2019 17:47 Gerard Pique þarf að borga spænskum yfirvöldum 300 milljónir Varnarmaður Barcelona skuldar spænskum yfirvöldum mikla peninga eftir að hafa gerst sekur um að fara sömu leið og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. 11. júlí 2019 09:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Neymar, framherji Paris Saint-Germain, gaf Barcelona hressilega undir fótinn á samkomu á vegum góðgerðasamtaka sinna á dögunum. Hann var þá spurður um uppáhalds minningar sínar á fótboltaferlinum. Neymar nefndi tvær; þegar Brasilía vann Ólympíugull 2016 og þegar Barcelona vann PSG, 6-1, í frægum leik 2017. Neymar hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona í allt sumar. Brassinn mætti ekki á réttum tíma til æfinga hjá PSG og fékk væna sekt fyrir. Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, sagði síðan að Neymar mætti fara frá félaginu ef gott tilboð bærist í hann. Neymar skoraði tvö mörk í áðurnefndum sigri Barcelona á PSG fyrir tveimur árum. Þetta var seinni leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en PSG vann þann fyrri, 4-0. Neymar kom Börsungum í 4-1 með marki úr beint úr aukaspyrnu á 88. mínútu. Þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann sitt annað mark úr víti. Sergi Roberto skoraði svo sjötta mark Börsunga í blálokin og setti punktinn aftan við magnaða endurkomu þeirra.Barcelona gekk frá kaupunum á Antoine Griezmann í síðustu viku en ekki er loku fyrir það skotið að Spánarmeistararnir nái líka í Neymar.
Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir „Neymar má fara“ Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær. 9. júlí 2019 07:30 Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Barcelona hefur gengið frá kaupunum á Antoine Griezmann frá Atlético Madrid. Barcelona kaupir upp samning Griezmann við Atlético Madrid. 12. júlí 2019 13:23 Neymar fær himinháa sekt eftir að hafa skrópað á æfingu PSG hefur gripið til ráðstafanna vegna fjarveru Neymar. 9. júlí 2019 18:45 Real sagt ætla í baráttu við Barca um Neymar Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um brasilísku stórstjörnuna Neymar í sumar eftir því sem segir í spænskum fjölmiðlum. 11. júlí 2019 15:00 Neymar skrópaði á æfingu Brassin heldur áfram að baka vandræði. 8. júlí 2019 17:47 Gerard Pique þarf að borga spænskum yfirvöldum 300 milljónir Varnarmaður Barcelona skuldar spænskum yfirvöldum mikla peninga eftir að hafa gerst sekur um að fara sömu leið og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. 11. júlí 2019 09:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Neymar má fara“ Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær. 9. júlí 2019 07:30
Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Barcelona hefur gengið frá kaupunum á Antoine Griezmann frá Atlético Madrid. Barcelona kaupir upp samning Griezmann við Atlético Madrid. 12. júlí 2019 13:23
Neymar fær himinháa sekt eftir að hafa skrópað á æfingu PSG hefur gripið til ráðstafanna vegna fjarveru Neymar. 9. júlí 2019 18:45
Real sagt ætla í baráttu við Barca um Neymar Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um brasilísku stórstjörnuna Neymar í sumar eftir því sem segir í spænskum fjölmiðlum. 11. júlí 2019 15:00
Gerard Pique þarf að borga spænskum yfirvöldum 300 milljónir Varnarmaður Barcelona skuldar spænskum yfirvöldum mikla peninga eftir að hafa gerst sekur um að fara sömu leið og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. 11. júlí 2019 09:30