Segist loka fyrir vatn til sumarhúsaeiganda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hið umdeilda sumarhús er til vinstri. Eigandi Þúfukots (til hægri á mynd) fékk nýlega leyfi til að gera gistiskála í íbúðarhúsinu. Fréttablaðið/Valli Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira