Reglulega krotað og skotið á Douglas Dakota Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Flak Douglas Dakota á Sólheimasandi. Nordicphotos/Getty. Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira