Heima er best Ásta Eir Árnadóttir skrifar 15. júlí 2019 07:30 Bryndís Stefánsdóttir hefur mikinn áhuga á fallegri hönnun. Falleg lýsing er mikilvæg að hennar mati. FBL/SIGTRYGGUR Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Bryndís Stefánsdóttir býr ásamt kærastanum sínum og dóttur þeirra í fallegri íbúð í Kópavoginum. Falleg lýsing, fersk blóm og framandi list prýða heimilið. „Við erum búin að búa erlendis í svolítið langan tíma og búa í þó nokkrum íbúðum svo stíllinn á heimilinu hefur fengið gott rými til að mótast,“ segir Bryndís. Parið hefur verið á flakki undanfarin ár þar sem kærasti Bryndísar starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég myndi segja að undanfarin ár hafi stíllinn færst meira yfir í „less is more“. Ég kann betur við mig umkringd fáum en vel völdum hlutum sem gera heimilið hlýlegt og fallegt.“ Það sést langar leiðir að Bryndís er mikil smekkkona, íbúðin hennar er einstaklega vel skipulögð og falleg blóm skarta sínu fegursta. „Ég reyni alltaf að eiga fersk og falleg blóm, mér finnst blóm einfaldlega gera allt betra og fallegra.“Íbúðin er björt og vel skipulögð þar sem fallegir hlutir fá að njóta sín vel.Gæðastundir heima í uppáhaldi Það getur verið erfitt að velja sér sína allra uppáhaldshluti á heimilinu, eitthvað sem þú getur ekki án verið. Bryndís veit hins vegar nákvæmlega hvers hún gæti ekki lifað án. „Númer eitt er auðvitað fjölskyldan mín, mér finnst ekkert betra en þegar öll fjölskyldan er saman heima. Svo er það Kitchen aid hrærivélin mín en mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram með alls konar uppskriftir og þá kemur hrærivélin alltaf að góðum notum. Síðast en ekki síst er það sófinn minn. Mér líður best í sófanum – þar eigum við fjölskyldan fullt af kósý kvöldum og gæðastundum.“ Fallegir hlutir prýða íbúðina hennar Bryndísar en nýjasti hluturinn á heimilinu er Eggið eftir Arne Jacobsen í svörtu leðri. „Þessi stóll hefur verið á óskalistanum mínum lengi og ég er svo ánægð með hann. Nýlega fjárfestum við líka í list eftir hina hæfileikaríku Rakel Tómasdóttur. Myndirnar hennar setja svo skemmtilegan svip á heimilið,“ segir Bryndís.Fjölskyldan nýtur sín best í sófanum heima.Litlu hlutirnir skipta sköpum Íbúðin er afar björt og fallegir litir vinna vel saman í íbúðinni. „Uppáhaldslitirnir mínir eru hvítur, grár og bleikur. Þótt hann sé ekki litur, þá verð ég að nefna marmara því við erum með mikinn marmara hjá okkur og mér finnst hann tengja litina vel saman og skapa flotta heild. Þetta eru þeir litir sem eru hvað mest ráðandi á okkar heimili.“ Bryndís hefur lengi haft áhuga á fallegri hönnun en það eru oft litlu hlutirnir sem að skapa ákveðna stemningu á heimilinu. „Mér finnst falleg lýsing, afskorin blóm og kerti gera allt svo heimilislegt. Það sem gerir heimili að heimili liggur oft í smáatriðunum.“ Þegar hún er spurð út í draumaheimilið kemur eitt strax upp í huga hennar. „Draumaheimilið mitt hefur alla tíð verið æskuheimilið mitt. En ef ég hugsa burt frá því og læt mig dreyma sé ég fyrir mér einbýlishús með stórum gluggum, hátt til lofts og fallegt útsýni. Ég myndi vilja fá Björgvin Snæbjörnsson eða Pálmar Kristmundsson til að hanna það fyrir mig.“Fersk blóm sjáanleg. Bryndís reynir alltaf að vera með falleg blóm heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira