Umferð gengur hægt við norðurmunna Hvalfjarðarganga þessa stundina.
Að sögn Vegagerðarinnar má rekja tafirnar til bíls sem bilaði ofan í göngunum og varð til þess að löng bílaröð myndaðist.
Búið er að kalla út dráttarbíl sem ætlað er að fjarlægja bílinn. Vonir standa til að búið verði að leysa úr málinu upp úr klukkan 11.
