Vísbendingar um að forseti PSG hafi brotið reglur Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 13:04 Bréf Khelaifi virðist benda til þess að eigandi PSG hafi lagt á ráðin um að greiða umboðsmanni á bak við tjöldin. Vísir/EPA Gögn sem breska blaðið The Guardian hefur undir höndum benda til þess að Nasser el-Khelaifi, forseti franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain hafi óskað eftir fjármunum frá Katar til að greiða umboðsmanni knattspyrnumanns. Slíkt stríðir gegn reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) og franska knattspyrnusambandsins. Í bréfi til starfsmannastjóra verðandi emírs Katars, biður Khelaifi um tvær milljónir evra til að greiða umboðsmanni Javiers Pastore sem franska liðið keypti af ítalska liðinu Palermo á 40 milljónir evra árið 2011. Þar óskaði hann einnig eftir 200.000 evrum til viðbótar fyrir katarskt einkafyrirtæki bróður hans, að sögn The Guardian. Samkvæmt reglum FIFA mega forseta knattspyrnuliða ekki greiða umboðsmönnum persónulega. Franska knattspyrnusambandið segir að hafi Khelaifi greitt umboðsmanni væri það einnig brot á þarlendum reglum. Aðeins leikmenn og félög megi greiða umborðsmönnum. Þá virðist Khelaifi hafa logið að dómara þegar hann hélt því fram að hann hefði ekki haft vald til að óska eftir fjármununum. Paris Saint-Germain er í eigu Qatar Sports Investments sem er í eigu katarska ríkisins. Það er þannig í reynd í eigu Tamim bin Hamad al-Thani, emírs Katars. Í bréfi Khelaifi þar sem hann óskar eftir fjármununum til að greiða umboðsmanni Pastore segist hafa fengið munnlegt samþykki emírsins. Lögmenn Khelaifi segjast ekki geta staðfest hvort bréfið sé ekta. Saka þeir nágrannaríki Katars um að dreifa röngum upplýsingum og tilbúnum skjölum um landið. Talsmenn al-Thani neituðu að tjá sig. Frakkland Franski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Gögn sem breska blaðið The Guardian hefur undir höndum benda til þess að Nasser el-Khelaifi, forseti franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain hafi óskað eftir fjármunum frá Katar til að greiða umboðsmanni knattspyrnumanns. Slíkt stríðir gegn reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) og franska knattspyrnusambandsins. Í bréfi til starfsmannastjóra verðandi emírs Katars, biður Khelaifi um tvær milljónir evra til að greiða umboðsmanni Javiers Pastore sem franska liðið keypti af ítalska liðinu Palermo á 40 milljónir evra árið 2011. Þar óskaði hann einnig eftir 200.000 evrum til viðbótar fyrir katarskt einkafyrirtæki bróður hans, að sögn The Guardian. Samkvæmt reglum FIFA mega forseta knattspyrnuliða ekki greiða umboðsmönnum persónulega. Franska knattspyrnusambandið segir að hafi Khelaifi greitt umboðsmanni væri það einnig brot á þarlendum reglum. Aðeins leikmenn og félög megi greiða umborðsmönnum. Þá virðist Khelaifi hafa logið að dómara þegar hann hélt því fram að hann hefði ekki haft vald til að óska eftir fjármununum. Paris Saint-Germain er í eigu Qatar Sports Investments sem er í eigu katarska ríkisins. Það er þannig í reynd í eigu Tamim bin Hamad al-Thani, emírs Katars. Í bréfi Khelaifi þar sem hann óskar eftir fjármununum til að greiða umboðsmanni Pastore segist hafa fengið munnlegt samþykki emírsins. Lögmenn Khelaifi segjast ekki geta staðfest hvort bréfið sé ekta. Saka þeir nágrannaríki Katars um að dreifa röngum upplýsingum og tilbúnum skjölum um landið. Talsmenn al-Thani neituðu að tjá sig.
Frakkland Franski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira