Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:26 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey. Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
„Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey.
Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira