Kynslóðaskipti í kortunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2019 07:30 Helmingur dómara við Hæstarétt er kominn á leyfilegan eftirlaunaaldur, þeirra á meðal eina konan í réttinum. Fréttablaðið/Eyþór Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira