Phil Mickelson búinn að létta sig um sex kíló á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 16:00 Phil Mickelson lítur mun betur út. Hér er hann að undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið. Getty/Stuart Franklin Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson verður meðal keppanda á 148. Opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Það hefur ekki gengið vel hjá Mickelson að undanförnu og hann fór í róttækar aðgerðir fyrir síðasta risamót ársins. Phil Mickelson hefur verið lítið áberandi á samfélagmiðlum að undanförnu en sagði frá sérstökum undirbúningi sínum fyrir Opna breska meistaramótið. Phil Mickelson hefur ekki náð að enda meðal tíu efstu á golfmóti síðan hann vann AT&T Pro-Am mótið í febrúar. Hann hefur ekki náð niðurskurðinum í sex af síðustu tíu mótum þar á meðal á þremur af síðustu fjórum mótum sínum. „Ég hef ekki sett neitt inn á samfélagsmiðlana mína af því ég hef ekki verið ánægður með sjálfan mig eða hvernig ég hef verið að spila. Ég hef ekki gert neitt sem á skilið að koma fyrir augu almennings,“ sagði Phil Mickelson en Telegraph segir frá.“I have lost 15lbs. I’ve done a six-day fast with water and a special coffee blend for wellness." Phil Mickelson has taken radical action in an effort to regain form before #TheOpen https://t.co/xfmLt4CKKX — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 16, 2019„Undanfarna tíu daga hef ég endurræst mig til að breyta þróuninni og reyna að koma mér aftur í gang,“ sagði Mickelson í myndbandi á Twitter-síðu sinni. „Ég er búinn að missa 6,8 kíló. Ég fór í sex daga föstu þar sem ég drakk bara vatn og sérstaka kaffiblöndu. Ég veit ekki hvort þetta mun hjálpa mér að spila betur en ég er tilbúinn að gera hvað sem er til að komast aftur í mitt besta form,“ sagði Phil Mickelson en það má sjá kveðju hans hér fyrir neðan.Let’s get real for a minute. I haven’t been my best and I’m doing all I can to get it right. I’ll have more Phireside chats soon as well as a fun new series too. Until then, HIT ’s pic.twitter.com/QrqUpThEeV — Phil Mickelson (@PhilMickelson) July 14, 2019Phil Mickelson er 49 ára gamall og hefur unnið fimm risamót á ferlinum eða öll mót nema Opna bandaríska meistaramótið. Hann vann Opna breska mótið í fyrsta og eina skiptið árið 2013. Aðeins átta kylfingar hafa unnið fleiri PGA-mót á ferlinum en Phil Mickelson en sigurinn á AT&T Pro-Am mótinu í febrúar var hans 44. á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Sjónvarpsútsendingin á fimmtudaginn hefst eldsnemma eða klukkan 5.30 á fimmtudagsmorguninn. Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson verður meðal keppanda á 148. Opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Það hefur ekki gengið vel hjá Mickelson að undanförnu og hann fór í róttækar aðgerðir fyrir síðasta risamót ársins. Phil Mickelson hefur verið lítið áberandi á samfélagmiðlum að undanförnu en sagði frá sérstökum undirbúningi sínum fyrir Opna breska meistaramótið. Phil Mickelson hefur ekki náð að enda meðal tíu efstu á golfmóti síðan hann vann AT&T Pro-Am mótið í febrúar. Hann hefur ekki náð niðurskurðinum í sex af síðustu tíu mótum þar á meðal á þremur af síðustu fjórum mótum sínum. „Ég hef ekki sett neitt inn á samfélagsmiðlana mína af því ég hef ekki verið ánægður með sjálfan mig eða hvernig ég hef verið að spila. Ég hef ekki gert neitt sem á skilið að koma fyrir augu almennings,“ sagði Phil Mickelson en Telegraph segir frá.“I have lost 15lbs. I’ve done a six-day fast with water and a special coffee blend for wellness." Phil Mickelson has taken radical action in an effort to regain form before #TheOpen https://t.co/xfmLt4CKKX — Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 16, 2019„Undanfarna tíu daga hef ég endurræst mig til að breyta þróuninni og reyna að koma mér aftur í gang,“ sagði Mickelson í myndbandi á Twitter-síðu sinni. „Ég er búinn að missa 6,8 kíló. Ég fór í sex daga föstu þar sem ég drakk bara vatn og sérstaka kaffiblöndu. Ég veit ekki hvort þetta mun hjálpa mér að spila betur en ég er tilbúinn að gera hvað sem er til að komast aftur í mitt besta form,“ sagði Phil Mickelson en það má sjá kveðju hans hér fyrir neðan.Let’s get real for a minute. I haven’t been my best and I’m doing all I can to get it right. I’ll have more Phireside chats soon as well as a fun new series too. Until then, HIT ’s pic.twitter.com/QrqUpThEeV — Phil Mickelson (@PhilMickelson) July 14, 2019Phil Mickelson er 49 ára gamall og hefur unnið fimm risamót á ferlinum eða öll mót nema Opna bandaríska meistaramótið. Hann vann Opna breska mótið í fyrsta og eina skiptið árið 2013. Aðeins átta kylfingar hafa unnið fleiri PGA-mót á ferlinum en Phil Mickelson en sigurinn á AT&T Pro-Am mótinu í febrúar var hans 44. á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Sjónvarpsútsendingin á fimmtudaginn hefst eldsnemma eða klukkan 5.30 á fimmtudagsmorguninn.
Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira