Tarantino ætlar ennþá að hætta eftir tíundu mynd sína Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2019 15:59 Tarantino ásamt aðalleikurum Once Upon a a Time in Hollywood. Getty/Kevork Djansezian Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir. Hollywood Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir.
Hollywood Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira