Ólafía og Woods léku miklu betur en í gær en það dugði ekki til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 23:00 Ólafía og Woods voru saman í Wake Forest-háskólanum vestanhafs. MYND/GOLF.IS/SETH Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods eru úr leik á Dow Great Lakes Bay Invitational-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Leikið er á Midland-vellinum í Michigan. Ólafía og Woods léku mun betur í dag en í gær en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.Eftir fyrsta hringinn voru Ólafía og Woods á sex höggum yfir pari og áttu afar veika von um að komast í gegnum niðurskurðinn. Í dag léku þær stöllur á þremur höggum undir pari. Þær fengu fjóra fugla og aðeins einn skolla á öðrum hringnum. Þar taldi betra skor á hverri holu en í gær skiptust kylfingarnir á að slá einn bolta. Ólafía og Woods léku samtals á þremur höggum yfir pari og enduðu í 67. sæti af 71 liði. Niðurskurðurinn miðaðist við fjögur högg undir pari. Mikil spenna er á toppnum en þrjú lið eru efst og jöfn á samtals tíu höggum undir pari. Þetta eru Norður-Írinn Stephanie Meadow og Ítalinn Giulia Molinaro, Frakkarnir Celine Boutier og Karine Icher og hinar bandarísku Paula Creamer og Morgan Pressel. Bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4 á morgun. Golf Tengdar fréttir Ólafía og Woods neðarlega eftir fyrsta hring Erfið byrjun hjá gömlu skólasystrunum. 17. júlí 2019 19:45 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods eru úr leik á Dow Great Lakes Bay Invitational-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Leikið er á Midland-vellinum í Michigan. Ólafía og Woods léku mun betur í dag en í gær en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.Eftir fyrsta hringinn voru Ólafía og Woods á sex höggum yfir pari og áttu afar veika von um að komast í gegnum niðurskurðinn. Í dag léku þær stöllur á þremur höggum undir pari. Þær fengu fjóra fugla og aðeins einn skolla á öðrum hringnum. Þar taldi betra skor á hverri holu en í gær skiptust kylfingarnir á að slá einn bolta. Ólafía og Woods léku samtals á þremur höggum yfir pari og enduðu í 67. sæti af 71 liði. Niðurskurðurinn miðaðist við fjögur högg undir pari. Mikil spenna er á toppnum en þrjú lið eru efst og jöfn á samtals tíu höggum undir pari. Þetta eru Norður-Írinn Stephanie Meadow og Ítalinn Giulia Molinaro, Frakkarnir Celine Boutier og Karine Icher og hinar bandarísku Paula Creamer og Morgan Pressel. Bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4 á morgun.
Golf Tengdar fréttir Ólafía og Woods neðarlega eftir fyrsta hring Erfið byrjun hjá gömlu skólasystrunum. 17. júlí 2019 19:45 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía og Woods neðarlega eftir fyrsta hring Erfið byrjun hjá gömlu skólasystrunum. 17. júlí 2019 19:45