Búa sig undir Boris Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Flestallt bendir til þess að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP Þverpólitískur hópur þingmanna í neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gengur út á að þingið komi í veg fyrir mögulegar tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að slíta þingi og þannig geta gengið út úr Evrópusambandinu án samnings í trássi við vilja meirihluta þingmanna. Hilary Benn úr Verkamannaflokknum og Alistair Burt úr Íhaldsflokknum stóðu að tillögunni sem var samþykkt með 315 atkvæðum gegn 274. Tillagan var í raun lögð fram og samþykkt vegna þess að kannanir benda allar til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi betur gegn Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í baráttunni um leiðtogastól Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðuneytið. Johnson hefur ítrekað heitið því að Bretar haldi sig við að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október og fresti útgöngudagsetningu ekki eins og áður hefur verið gert, jafnvel þótt það þýði samningslausa útgöngu. Í raun er um að ræða breytingartillögu við frumvarp um frestun kosninga á þing Norður-Írlands. Við það frumvarp hafa einnig verið hengdar tillögur um að heimila samkynja hjónabönd og þungunarrof á Norður-Írlandi. Margot James, sem þurfti vegna reglna þingsins að segja af sér sem menningarmálaráðherra til þess að greiða atkvæði með tillögunni, sagði að nú þyrfti að bíða og sjá hvað gerist. „Jeremy Hunt myndi ganga eðlilega fram, hann hefur ekki áhuga á því að slíta þingi. Það er öfgakennd aðgerð. Þannig að ég býst ekki við því að fleiri segi af sér fyrr en við vitum hvernig leiðtogakjörið fer í næstu viku,“ sagði James. Ráðherrann fyrrverandi var ekki sú eina sem óhlýðnaðist ríkisstjórninni í gær. Philip Hammond fjármálaráðherra, David Gauke dómsmálaráðherra, Greg Clark viðskiptaráðherra og Rory Stewart, ráðherra þróunarmála, greiddu ekki atkvæði og höfðu ekki heimild til hjásetu. „Forsætisráðherrann varð augljóslega fyrir vonbrigðum með að hópur ráðherra hafi ekki greitt atkvæði í dag. Arftaki hennar mun án nokkurs vafa líta til þessa við myndun næstu ríkisstjórnar,“ sagði í tilkynningu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19 Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Þverpólitískur hópur þingmanna í neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gengur út á að þingið komi í veg fyrir mögulegar tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að slíta þingi og þannig geta gengið út úr Evrópusambandinu án samnings í trássi við vilja meirihluta þingmanna. Hilary Benn úr Verkamannaflokknum og Alistair Burt úr Íhaldsflokknum stóðu að tillögunni sem var samþykkt með 315 atkvæðum gegn 274. Tillagan var í raun lögð fram og samþykkt vegna þess að kannanir benda allar til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi betur gegn Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í baráttunni um leiðtogastól Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðuneytið. Johnson hefur ítrekað heitið því að Bretar haldi sig við að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október og fresti útgöngudagsetningu ekki eins og áður hefur verið gert, jafnvel þótt það þýði samningslausa útgöngu. Í raun er um að ræða breytingartillögu við frumvarp um frestun kosninga á þing Norður-Írlands. Við það frumvarp hafa einnig verið hengdar tillögur um að heimila samkynja hjónabönd og þungunarrof á Norður-Írlandi. Margot James, sem þurfti vegna reglna þingsins að segja af sér sem menningarmálaráðherra til þess að greiða atkvæði með tillögunni, sagði að nú þyrfti að bíða og sjá hvað gerist. „Jeremy Hunt myndi ganga eðlilega fram, hann hefur ekki áhuga á því að slíta þingi. Það er öfgakennd aðgerð. Þannig að ég býst ekki við því að fleiri segi af sér fyrr en við vitum hvernig leiðtogakjörið fer í næstu viku,“ sagði James. Ráðherrann fyrrverandi var ekki sú eina sem óhlýðnaðist ríkisstjórninni í gær. Philip Hammond fjármálaráðherra, David Gauke dómsmálaráðherra, Greg Clark viðskiptaráðherra og Rory Stewart, ráðherra þróunarmála, greiddu ekki atkvæði og höfðu ekki heimild til hjásetu. „Forsætisráðherrann varð augljóslega fyrir vonbrigðum með að hópur ráðherra hafi ekki greitt atkvæði í dag. Arftaki hennar mun án nokkurs vafa líta til þessa við myndun næstu ríkisstjórnar,“ sagði í tilkynningu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19 Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10
Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19
Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39