Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-2 │Hilmar Árni bjargaði stigi fyrir Stjörnuna í uppbótartíma Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júlí 2019 22:00 vísir/daníel Stjarnan varð fyrsta liðið til þess að taka stig af KR í Pepsi Max deild karla síðan í maí þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Meistaravöllum í kvöld. Hilmar Árni Halldórsson bjargaði jafnteflinu fyrir Stjörnuna á loka mínútum leiksins. Leikurinn byrjaði frekar dauflega í veðurblíðunni í Vesturbænum og fátt markvert sem gerðist þar til Baldur Sigursson skoraði fyrir Stjörnuna eftir hálftíma leik. Stjarnan hafði verið ívið sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér mikið af færum. Undir lok hálfleiksins færðist smá fjör í leikinn og KR sótti jöfnunarmarkið af meiri krafti án þess þó að hafa neitt upp úr klafsinu og var staðan 0-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var mun fjörugri og komust Stjörnumenn í færi strax í upphafi hans. Á 56. mínútu braut Þorri Geir Rúnarsson af sér innan vítateigs og víti dæmt. Tobias Thomsen fór á punktinn og skoraði örugglega. Bæði lið fengu færi til þess að taka sigurinn en KR-ingar tóku þó leikinn yfir þegar líða fór á og sóttu stíft að marki Stjörnunnar. Varamennirnir Ægir Jarl Jónasson og Björgvin Stefánsson, sem var að spila sinn fyrsta deildarleik eftir leikbann, unnu vel saman fram á við og skilaði það sér í laglegu marki á 80. mínútu. Það leit allt út fyrir að KR væri að fara að lengja sigurgöngu sína í deildinni í níu leiki þar til komið var inn í uppbótartíma, Daníel Laxdal tók langt innkast sem féll fyrir Hilmar Árna Halldórsson og hann jafnaði metin fyrir Stjörnuna. Ekki var nóg eftir á klukkunni til þess að liðin næðu í sigurmark, 2-2 jafntefli niðurstaðan og fara bæði með stig.Af hverju varð jafntefli? Heilt yfir er gæti jafntefli verið sanngjörn niðurstaða, Stjarnan var aðeins sterkari í fyrri hálfleik og KR var sterkari aðilinn í þeim seinni. KR-ingar fengu hins vegar mun fleiri hættuleg færi og hefðu auðveldlega getað verið búnir að skora fleiri mörk. Þegar upp var staðið hefur einhver einbeitingarskortur eða smávægileg mistök orðið til þess að Hilmar Árni var laus til þess að skora þetta jöfnunarmark og mun það svíða í kvöld í hjörtum KR-inga.Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Jónsson átti mjög góðan leik í bakverðinum hjá KR. Skilaði varnarskyldunni vel og var svo mjög öflugur fram á við. Hann fær heiðurinn að vera maður leiksins í þetta skipti. Þá átti Skúli Jón Friðgeirsson góðan leik í miðverðinum og Pálmi Rafn Pálmason skilaði sínu vel eins og oft áður. Varnarmenn Stjörnunnar stóðu sína vakt heilt yfir ágætlega og þá var Hilmar Árni réttur maður á réttum stað á þeim tíma sem þörfin var mest.Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að skapa sér færi og þeir hleyptu KR-ingum aðeins of oft auðveldlega í gegnum miðsvæðið í seinni hálfleik þegar KR sótti hvað harðast. Hilmar Árni tók aragrúa af aukaspyrnum og hornspyrnum í þessum leik en oftar en ekki skapaðist lítil hætta úr þeim.Hvað gerist næst? Stjarnan er á leið til Barcelona þar sem liðið sækir Espanyol heim. Með stærri andstæðingum sem íslenskt lið hefur mætt í Evrópukeppni, allavega í náinni fortíð, og verður þetta erfitt verkefni fyrir Stjörnuna. Fyrri leikurinn er á útivelli á fimmtudaginn. KR þarf ekkert að láta Evrópuleiki flækjast fyrir sér lengur. Þeirra næsta verkefni er Fylkir, KR fer í Árbæinn eftir viku.Rúnar Kristinssonvísir/báraRúnar Kristins: Heppnast ekki alltaf að hvíla leikmenn „Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik og áttum ekkert meira skilið en að vera undir eftir hann. En svo komum við okkur í fína stöðu og ég er svekktur að fá mark á okkur á lokasekúndunum. En ég held að jafntefli sé ágætlega sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn var,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að leiknum loknum. Rúnar sagði Evrópuleiki síðustu vikna ekki hafa setið í sínum mönnum. „Þegar maður er að hvíla einhverja leikmenn þá heppnast það ekkert alltaf, stundum er bara best að láta leikmenn spila nógu mikið og þá eru allir á tánum og alltaf klárir.“ „Mér fannst við vera þungir í fyrri hálfleik, sem er mjög skrítið því við áttum að vera sprækir.“ Skiptingar Rúnars höfðu þó heldur betur áhrif því það voru tveir varamenn sem komu KR yfir. „Stundum heppnast þetta og stundum ekki. Við þurftum að hressa aðeins upp á þetta og fá meiri kraft, meiri hæð í liðið og betri pressu fram á við. Það gekk ágætlega.“ „Synd að við skildum ekki hafa náð að klára þetta. Eitt langt innkast skilaði marki í restina og þeir eru bara góðir í því,“ sagði Rúnar.Rúnar Páll Sigmundssonvísir/daníelRúnar Páll: Ætla ekkert að ræða eitthvað þreytu kjaftæði Kollegi og nafni Rúnars Kristinssonar, Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar, var heldur sáttari með stigið úr því sem komið var. „Þetta var skrítinn leikur. Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik fannst mér og stjórnuðum leiknum, en í seinni hálfleik var þetta þveröfugt. Þá tóku KR-ingarnir svolítið völdin og ég er ánægður með að hafa skorað hérna í lokin og fá eitt stig,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var að koma úr löngu ferðalagi frá Eistlandi þar sem þeir spiluðu framlengdan leik, en Rúnar vildi ekkert skýla sér á bakvið það. „Ég ætla ekkert að ræða það eitthvað. Bara fótboltaleikur og við erum í góðu standi.“ „KR tók yfir hérna í hálfleik og við missum svolítið skipulagið, ég er ekki alveg nógu ánægður með það og við náðum ekki alveg takti í seinni hálfleik. Sem betur fer náðum við að jafna leikinn en nei, nei, ég ætla ekkert að ræða eitthvað þreytu kjaftæði. Við erum búnir að æfa í allan vetur til þess að tækla svona aðstæður.“ Hvað var það að mati Rúnars sem Stjarnan hefði þurft að gera betur? „Halda boltanum betur innan liðsins. KR setti ágætis pressu á okkur og við fórum að dæla löngum boltum frá markmanni. Hefðum mátt vera aðeins rólegri og hafsentarnir gátu verið duglegri við að finna holurnar sem sköpuðust í pressunni. „Við töpuðum miðjunni og öðru slíku og síðan voru þeir öflugir hérna hægra megin og við réðum ekki nógu vel við það,“ sagði Rúnar Páll.Björgvin Stefánssonvísir/ernirBjörgvin: Kærkomið að komast aftur á völlinn „Það er mjög gott að koma til baka,“ sagði Björgvin Stefánsson í leikslok en hann var að spila sinn fyrsta leik á vegum KSÍ fyrir KR eftir leikbann. „Ég náði níutíu mínútum í Evrópukeppninni og það var mjög kærkomið að komast aftur á völlinn.“ Björgvin stimplaði sig inn af krafti en hann skoraði annað mark KR í leiknum. „Það er alltaf gaman að skora. Leiðinlegt að við skulum ekki hafa haldið þetta út því þá telur það ekki eins mikið, en auðvitað alltaf gott að stimpla sig inn með marki.“ Hvað fannst Björgvini hafa farið úrskeiðis í jöfnunarmarki Stjörnunnar? „Ég sá það ekki hvort við hefðum klikkað í dekkingunni, en þeir eru með rosalega marga inni á teignum, ég held það hafi verið bara allir leikmennirnir í okkar liði inni í vítateig. Örugglega einhverjir átján, nítján menn inni í teig þannig að þetta er rosa mikið kaos bara. Svo skoppar hann og þeir eru fyrstir á boltann eftir skoppið.“ „Lítið við þessu að gera held ég, en við lærum af þessu.“Hilmar Árni Halldórssonvísir/báraHilmar Árni: Ágætis byrjun að mæta KR „Það var fínt [að ná markinu inn í lokin]. Við vorum að reyna að sækja þetta og sem betur fer gekk það,“ sagði hetja Stjörnunnar, Hilmar Árni Halldórsson eftir leikinn. „Ég er samt sem áður svekktur að hafa komið okkur í þessa stöðu. En auðvitað var þetta gott úr því sem komið var.“ Stjarnan var með tökin í fyrri hálfleik en missti svo dampinn í þeim síðari. „Við vorum virkilega flottir í fyrri hálfleik og gerðum það sem við lögðum upp með að gera. Síðan bara kom í ljós að við erum að spila við gott lið og þeir voru flottir í seinni hálfleik.“ Nú bíður stórt verkefni, útileikur gegn liðinu sem lenti í sjöunda sæti La Liga í vor, hvernig leggst það í Stjörnumenn? „Vel held ég.“ „Þetta gerist varla stærra fyrir íslenskt félagslið og við vitum það að við erum að fara í ærið verkefni. En við ætlum bara að gera það sem við getum og reyna að njóta þess.“ Aðspurður hvort það væri ekki ágætt próf fyrir þann leik að mæta toppliði Íslands og ná að standa í því glotti Hilmar Árni og sagði: „Já, þetta var ágætis byrjun.“ Pepsi Max-deild karla
Stjarnan varð fyrsta liðið til þess að taka stig af KR í Pepsi Max deild karla síðan í maí þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Meistaravöllum í kvöld. Hilmar Árni Halldórsson bjargaði jafnteflinu fyrir Stjörnuna á loka mínútum leiksins. Leikurinn byrjaði frekar dauflega í veðurblíðunni í Vesturbænum og fátt markvert sem gerðist þar til Baldur Sigursson skoraði fyrir Stjörnuna eftir hálftíma leik. Stjarnan hafði verið ívið sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér mikið af færum. Undir lok hálfleiksins færðist smá fjör í leikinn og KR sótti jöfnunarmarkið af meiri krafti án þess þó að hafa neitt upp úr klafsinu og var staðan 0-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var mun fjörugri og komust Stjörnumenn í færi strax í upphafi hans. Á 56. mínútu braut Þorri Geir Rúnarsson af sér innan vítateigs og víti dæmt. Tobias Thomsen fór á punktinn og skoraði örugglega. Bæði lið fengu færi til þess að taka sigurinn en KR-ingar tóku þó leikinn yfir þegar líða fór á og sóttu stíft að marki Stjörnunnar. Varamennirnir Ægir Jarl Jónasson og Björgvin Stefánsson, sem var að spila sinn fyrsta deildarleik eftir leikbann, unnu vel saman fram á við og skilaði það sér í laglegu marki á 80. mínútu. Það leit allt út fyrir að KR væri að fara að lengja sigurgöngu sína í deildinni í níu leiki þar til komið var inn í uppbótartíma, Daníel Laxdal tók langt innkast sem féll fyrir Hilmar Árna Halldórsson og hann jafnaði metin fyrir Stjörnuna. Ekki var nóg eftir á klukkunni til þess að liðin næðu í sigurmark, 2-2 jafntefli niðurstaðan og fara bæði með stig.Af hverju varð jafntefli? Heilt yfir er gæti jafntefli verið sanngjörn niðurstaða, Stjarnan var aðeins sterkari í fyrri hálfleik og KR var sterkari aðilinn í þeim seinni. KR-ingar fengu hins vegar mun fleiri hættuleg færi og hefðu auðveldlega getað verið búnir að skora fleiri mörk. Þegar upp var staðið hefur einhver einbeitingarskortur eða smávægileg mistök orðið til þess að Hilmar Árni var laus til þess að skora þetta jöfnunarmark og mun það svíða í kvöld í hjörtum KR-inga.Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Jónsson átti mjög góðan leik í bakverðinum hjá KR. Skilaði varnarskyldunni vel og var svo mjög öflugur fram á við. Hann fær heiðurinn að vera maður leiksins í þetta skipti. Þá átti Skúli Jón Friðgeirsson góðan leik í miðverðinum og Pálmi Rafn Pálmason skilaði sínu vel eins og oft áður. Varnarmenn Stjörnunnar stóðu sína vakt heilt yfir ágætlega og þá var Hilmar Árni réttur maður á réttum stað á þeim tíma sem þörfin var mest.Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að skapa sér færi og þeir hleyptu KR-ingum aðeins of oft auðveldlega í gegnum miðsvæðið í seinni hálfleik þegar KR sótti hvað harðast. Hilmar Árni tók aragrúa af aukaspyrnum og hornspyrnum í þessum leik en oftar en ekki skapaðist lítil hætta úr þeim.Hvað gerist næst? Stjarnan er á leið til Barcelona þar sem liðið sækir Espanyol heim. Með stærri andstæðingum sem íslenskt lið hefur mætt í Evrópukeppni, allavega í náinni fortíð, og verður þetta erfitt verkefni fyrir Stjörnuna. Fyrri leikurinn er á útivelli á fimmtudaginn. KR þarf ekkert að láta Evrópuleiki flækjast fyrir sér lengur. Þeirra næsta verkefni er Fylkir, KR fer í Árbæinn eftir viku.Rúnar Kristinssonvísir/báraRúnar Kristins: Heppnast ekki alltaf að hvíla leikmenn „Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik og áttum ekkert meira skilið en að vera undir eftir hann. En svo komum við okkur í fína stöðu og ég er svekktur að fá mark á okkur á lokasekúndunum. En ég held að jafntefli sé ágætlega sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn var,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að leiknum loknum. Rúnar sagði Evrópuleiki síðustu vikna ekki hafa setið í sínum mönnum. „Þegar maður er að hvíla einhverja leikmenn þá heppnast það ekkert alltaf, stundum er bara best að láta leikmenn spila nógu mikið og þá eru allir á tánum og alltaf klárir.“ „Mér fannst við vera þungir í fyrri hálfleik, sem er mjög skrítið því við áttum að vera sprækir.“ Skiptingar Rúnars höfðu þó heldur betur áhrif því það voru tveir varamenn sem komu KR yfir. „Stundum heppnast þetta og stundum ekki. Við þurftum að hressa aðeins upp á þetta og fá meiri kraft, meiri hæð í liðið og betri pressu fram á við. Það gekk ágætlega.“ „Synd að við skildum ekki hafa náð að klára þetta. Eitt langt innkast skilaði marki í restina og þeir eru bara góðir í því,“ sagði Rúnar.Rúnar Páll Sigmundssonvísir/daníelRúnar Páll: Ætla ekkert að ræða eitthvað þreytu kjaftæði Kollegi og nafni Rúnars Kristinssonar, Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar, var heldur sáttari með stigið úr því sem komið var. „Þetta var skrítinn leikur. Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik fannst mér og stjórnuðum leiknum, en í seinni hálfleik var þetta þveröfugt. Þá tóku KR-ingarnir svolítið völdin og ég er ánægður með að hafa skorað hérna í lokin og fá eitt stig,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var að koma úr löngu ferðalagi frá Eistlandi þar sem þeir spiluðu framlengdan leik, en Rúnar vildi ekkert skýla sér á bakvið það. „Ég ætla ekkert að ræða það eitthvað. Bara fótboltaleikur og við erum í góðu standi.“ „KR tók yfir hérna í hálfleik og við missum svolítið skipulagið, ég er ekki alveg nógu ánægður með það og við náðum ekki alveg takti í seinni hálfleik. Sem betur fer náðum við að jafna leikinn en nei, nei, ég ætla ekkert að ræða eitthvað þreytu kjaftæði. Við erum búnir að æfa í allan vetur til þess að tækla svona aðstæður.“ Hvað var það að mati Rúnars sem Stjarnan hefði þurft að gera betur? „Halda boltanum betur innan liðsins. KR setti ágætis pressu á okkur og við fórum að dæla löngum boltum frá markmanni. Hefðum mátt vera aðeins rólegri og hafsentarnir gátu verið duglegri við að finna holurnar sem sköpuðust í pressunni. „Við töpuðum miðjunni og öðru slíku og síðan voru þeir öflugir hérna hægra megin og við réðum ekki nógu vel við það,“ sagði Rúnar Páll.Björgvin Stefánssonvísir/ernirBjörgvin: Kærkomið að komast aftur á völlinn „Það er mjög gott að koma til baka,“ sagði Björgvin Stefánsson í leikslok en hann var að spila sinn fyrsta leik á vegum KSÍ fyrir KR eftir leikbann. „Ég náði níutíu mínútum í Evrópukeppninni og það var mjög kærkomið að komast aftur á völlinn.“ Björgvin stimplaði sig inn af krafti en hann skoraði annað mark KR í leiknum. „Það er alltaf gaman að skora. Leiðinlegt að við skulum ekki hafa haldið þetta út því þá telur það ekki eins mikið, en auðvitað alltaf gott að stimpla sig inn með marki.“ Hvað fannst Björgvini hafa farið úrskeiðis í jöfnunarmarki Stjörnunnar? „Ég sá það ekki hvort við hefðum klikkað í dekkingunni, en þeir eru með rosalega marga inni á teignum, ég held það hafi verið bara allir leikmennirnir í okkar liði inni í vítateig. Örugglega einhverjir átján, nítján menn inni í teig þannig að þetta er rosa mikið kaos bara. Svo skoppar hann og þeir eru fyrstir á boltann eftir skoppið.“ „Lítið við þessu að gera held ég, en við lærum af þessu.“Hilmar Árni Halldórssonvísir/báraHilmar Árni: Ágætis byrjun að mæta KR „Það var fínt [að ná markinu inn í lokin]. Við vorum að reyna að sækja þetta og sem betur fer gekk það,“ sagði hetja Stjörnunnar, Hilmar Árni Halldórsson eftir leikinn. „Ég er samt sem áður svekktur að hafa komið okkur í þessa stöðu. En auðvitað var þetta gott úr því sem komið var.“ Stjarnan var með tökin í fyrri hálfleik en missti svo dampinn í þeim síðari. „Við vorum virkilega flottir í fyrri hálfleik og gerðum það sem við lögðum upp með að gera. Síðan bara kom í ljós að við erum að spila við gott lið og þeir voru flottir í seinni hálfleik.“ Nú bíður stórt verkefni, útileikur gegn liðinu sem lenti í sjöunda sæti La Liga í vor, hvernig leggst það í Stjörnumenn? „Vel held ég.“ „Þetta gerist varla stærra fyrir íslenskt félagslið og við vitum það að við erum að fara í ærið verkefni. En við ætlum bara að gera það sem við getum og reyna að njóta þess.“ Aðspurður hvort það væri ekki ágætt próf fyrir þann leik að mæta toppliði Íslands og ná að standa í því glotti Hilmar Árni og sagði: „Já, þetta var ágætis byrjun.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti