Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Valur 2-2 │ Logi bjargaði stigi fyrir Víking Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 21. júlí 2019 23:15 Lasse skorar opnunarmark kvöldsins. vísir/daníel Víkingur og Valur gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í Pepsi Max deild karla. Valsmenn komust 2-0 yfir en náðu ekki að halda forystunni út leikinn. Víkingarnir sýndu mikinn karakter í endurkomunni og Logi Tómasson bjargaði stiginu með jöfnunarmarki á 88. mínútu og fullkomnaði endurkomu Víkinga. Valsmenn byrjuðu leikinn með látum og voru ekki lengi að koma sér yfir. Lasse Petry kom Val yfir með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Birki Má. Valsmenn voru með boltann liggur við allar fyrstu tíu mínúturnar og leit út eins og þeir ætluðu að stýra þessum leik algjörlega. Það var hinsvegar ekki raunin. Viktor Örlýgur Andrason kom inn á miðjuna fyrir Júlíus Magnússon sem meiddist og eftir það breyttist leikurinn að mörgu leyti. Víkingur tóku mikið af skotum í fyrri hálfleik og voru mikið meira með boltann. Þeir áttu hinsvegar ekkert dauðafæri. Guðmundur Andri Tryggvason átti besta færi Víkinga í fyrri hálfleik þegar hann skallaði boltann yfir markið. Annars voru flest þessi skot Víkinga utaf af velli og ekki mjög hættuleg. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleik aftur af krafti og skoruðu sitt annað mark snemma í seinni hálfleik. Sigurður Egill Lárusson skoraði á móti sínum gömlu félögum eftir laglega fyrirgjöf frá landsliðsbakverðinum, Birki Má Sævarssyni. Það var hinsvegar aftur eins og Valsmenn misstu dampinn þegar leið á hálfleikinn en núna voru heimamenn beittari. Guðmundur Andri Tryggvason minnkaði muninn með skallamarki á 59. mínútu. Markið kom eftir frábæra fyrirgjöf frá Davíð Erni Atlasyni og setti virkilega blóð á tennur heimamanna. Seinasta korterið áttu Víkingar einhver 6 skot á markið og ógnuðu mikið. Svipað og í fyrri hálfleik voru mörg þeirra utan af velli og sköpuðu ekki mikla hættu. Rétt áður en venjulegur leiktími kláraðist var hinsvegar annað uppi á teningnum. Nikolaj Hansen náði að koma boltanum á Loga Tómasson í teig Valsmanna eftir góða sendingu frá Ágústi Eðvald Hlynsson. Logi nýtti færið síðan frábærlega og setti boltann þar sem Hannes átti ekki möguleika á að komast í hann. Nikolaj Hansen með boltann í leiknum í kvöld en Eiður Aron Sigurbjörnsson sækir að honum.vísir/daníelAf hverju varð jafntefli?Valsmenn eru með meiri gæði og sýndu það á köflum en það þarf að vinna fyrir stigum í fótbolta. Ekki veit ég hvort það hafi verið þreyta eða hvað en Víkingsliðið átti skilið þetta stig sem þeir náðu sér í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr?Guðmundur Andri Tryggvason var hættulegasti maður Víkinga fram á við í dag. Hann skoraði auk þess að koma sér í nokkur góð færi. Hann kom sér oft í góðar stöður þar sem hann hefði getað búið til færi á mótum flestum bakvörðum í þessari deild en það er ekkert grín að spila á móti Birki Má sem stöðvaði oft góðar hreyfingar hjá honum. Logi Tómasson á síðan auðvitað mikið hrós skilið fyrir slúttið sitt en annars kom hann lítið við sögu í leiknum. Miðjan hjá Víkingum var mjög góð í leiknum og stýrði honum alveg lúngað af leiknum. Maður hefði ekki endilega haldið að þessir ungu strákar gætu haldið boltanum svona mikið á móti stjörnunum á miðjunni hjá Val en þeir voru frábærir í dag varnarlega. Þeir pressuðu vel og gerðu það erfitt fyrir miðjumenn Vals að snúa sem varð til þess að Valsmenn komust ekki í sinn venjulega sambabolta. Það vantaði hinsvegar uppá lykilsendingar hjá þeim. Viktor Örlýgur Andrason var sérstaklega öflugur en hann stýrði leiknum eins og hershöfðingi. Birkir Már Sævarsson var eflaust besti maður Vals í leiknum en lagði upp bæði mörk Vals. Auk þess var hann góður varnarlega í að loka á það sem Guðmundur Andri var að gera. Hvað gekk illa?Valsmenn voru ekki að spila sinn venjulega bolta í dag. Þeir duttu langt niður á völlinn og náðu á löngum köflum ekki að tengja saman sendingar fram á við. Það var eflaust einhver þreyta í hópnum eftir leikinn og ferðalagið frá Slóveníu en það vantaði uppá orkuna hjá þeim í kvöld. Bjarni Ólafur Eiríksson hefur átt betri leiki en í kvöld það verður bara að segjast. Var oftar en ekki skrefi á óvart Kwame Qwee sem er vissulega fljótur en þetta var ekki Bjarni Ólafur sem maður er vanur að sjá sem spilaði í kvöld. Það er hægt að hrósa Víkingum fyrir margt sem þeir gerðu á miðjunni í kvöld og í vörninni líka svo sem. En á fremsta þriðjungnum þá vantar ennþá eitthvað uppá til þess að þeir fari úr fallbaráttunni. Nikolaj Hansen tók vissulega einhver 5-6 skot í leiknum en aldrei úr hættulegri stöðu og hann þarf að vinna fyrir mest öllu sem hann gerir. Hvað gerist næst?Valsmenn fá Ludogorets fra Búlgaríu í heimsókn í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Síðan þurfa þeir að skella sér í göngin á sunnudaginn til að spila við Skagamenn. Víkingur fær Breiðablik í heimsókn á mánudaginn klukkan 19.15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/daníelÓli Jóh: Vorum aular í seinni hálfleik„Ég er bara full að hafa ekki unnið,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins þar sem hans lið missti niður tveggja marka forystu. Víkingar voru mikið meira með boltann lungað af leiknum en sköpuðu sér ekkert endilega mörg dauðafæri. „Það var svo sem ekkert meiningin að þeir væru með boltann. Við vorum með fín tök á þessum leik en við vorum aular í seinni hálfleik.“ Valsmenn spiluðu erfiðan Evrópuleik seinasta miðvikudag í Slóveníu. Leikurinn sat eflaust eitthvað í mönnum og ferðalagið sömuleiðis. „Auðvitað situr það eitthvað í okkur en ekki nóg til að það hafi áhrif á þennan leik.“ Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals var í stúkunni í kvöld en hann meiddist á móti Maribor á miðvikudaginn. Óli var ekki tilbúinn að tjá sig hvort hann verði með á fimmtudaginn. „Það er óljóst. Við skoðum það.“ Valsmenn taka á móti Ludogorets frá Búlgaríu í undankeppni Evrópudeildar félagsliða á fimmtudaginn. Ludogorets eru með hörkulið en þeir urðu meistarar í heimalandinu í fyrra. „Við förum að skoða þá á morgun. Við höfum ekkert verið pæla í þeim fram að þessu þannig að við gerum það á morgun.“ Arnar klæðir sig vel upp fyrir alla leiki.vísir/daníelArnar:Erum skemmtilegt fótboltalið„Já þú ert kröfuharður maður. Þetta var svakalegur leikur. Ég sagði við dómarann eftir leikinn að hann hefði mátt bæta við 20 mínútum af því að þetta var einn af þessum leikjum sem mig langaði ekki til að enda. Þetta fór fram og tilbaka og var svaka leikur.“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi að fá aftur bara eitt stig eftir flotta frammistöðu. Valsmenn spiluðu í Slóveníu á móti Maribor í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Valsmenn byrjuðu báða hálfleikina vel áður en tempóið þeirra dat niður. „Valsmenn voru smá þreyttir eftir Evrópuleikinn og við keyrðum yfir þá í seinni hálfleik. Við fengum á okkur klaufamörk sem kom í þeim í 2-0 og gerði leikinn aðeins erfiðari. Við gáfum hinsvegar bara í og þeir réðu ekkert við tempóið okkar í lokinn. “ „Þetta var flottur fótboltaleikur tveggja góðra liða. Valur byrjaði betur fyrsta korterið og þar sýndu þeim gæði sín. Þeir skora snemma en eftir var þetta jafnt og við fengum alveg færi til að skora en við nýtum þau ekki. Í seinni hálfleik vorum við bara mjög flottir. Ég er bara mjög stoltur af strákunum. “ Eins og oft áður voru 6 af þeim 14 leikmönnum sem komu við sögu fyrir Víking í leiknum undir 20 ára. Það er ekki mikið af liðum sem spila svona mikið á ungum leikmönnum og þeir eru búnir að sýna miklar framfarir í sumar. „Ég er bara mjög stoltur af strákunum.Hér er mikið af ungum og flottum strákum sem eru að læra leikinn og eru að læra leikinn á réttan hátt.“ Viktor Örlýgur Andrason kom inná eftir korter einmitt þegar leikurinn fór að snúast við. Heimamenn héldu boltanum mjög vel eftir að hann kom inná og Viktor sjálfur vann fullt af boltum áður en Valsmenn komust í sókn. „Viktor var mjög flottur. Hann er gömul sál. Ég talaði við hann í gær og sagði við hann að hann myndi spila stórt hlutverk. Það var ákveðið upplegg í gangi og hann átti að spila nánast allan seinni hálfleikinn. Hann kom inná fyrr og eins og ég segi er hann gömul sál. Hann er bara alltaf klár. Hann er ekki einn af þessum leikmönnum sem hangir á bekknum og er að bora í nefið. Hann er að pæla í leiknum og hann kemur klár inn í leikinn.“ Logi Tómasson skoraði sitt annað mark í sumar þegar hann jafnaði leikinn í lok seinni hálfleiks. Hitt markið sem Logi skoraði var einmitt líka á Hlíðarenda en í báðum leikjunum kom hann inná sem varamaður. „Logi kemur inná og skorar sitt mark. Hann virðist alltaf skora á móti Val svo það er í góðu lagi.“ Víkingar voru mikið meira með boltann í fyrri hálfleik og tóku fullt af skotum utan af velli. Þeir ógnuðu hins vegar aldrei almennilega marki Valsmanna og Hannes átti aldrei erfitt með að verja skotin sem komu á markið. „Við vorum að koma okkur í hrikalega góðar leikstöður eiginlega allan leikinn. Ekkert ósvipað og á móti FH. Það vantaði bara aðeins uppá alltaf. Menn komust næstum því einir í gegn, við vorum næstum því með góðar fyrirgjafir. Við vorum bara næstum því komnir í góð færi. En það er ekki hægt að kvarta yfir tempóinu og kraftinum sem strákarnir setja í hvern einasta leik. Þetta eru allt hörkuleikir og mjög erfið deild.“ „Valur er með frábært lið þrátt fyrir allar hrakspár um gengi þeirra seinni part sumars. Þeir sýndu það á köflum í kvöld en bæði lið voru bara virkilega flott í kvöld.“ Það kom kannski einhvejrum á óvart að sjá Atla Hrafn Andrason og Ágúst Eðvald Hlynsson saman á miðri miðjunni hjá Víkingum. Þeir eru báðir mjög sóknarsinnaðir leikmenn að upplagi og ekki þekktir fyrir pressuna sína. Þeir stóðu sig hinsvegar frábærlega í pressunni í kvöld og stöðvuðu oft sóknir Vals áður en þær komust af stað. „Þeir eru búnir að vinna mikið í pressunni. Pressan var ekki alveg í lagi á móti Fylki og við erum búnir að vinna í pressunni alla vikuna. Þó að Kári og Kwame séu frábærir í fótbotla þá eru þeir bara búnir að vera hjá okkur í korter. Við erum búnir að æfa okkar kerfi í allan vetur svo það tekur smá tíma að stilla strengina uppá nýtt. Við æfðum mjög vel í þessu hálfgerða hléi sem var að klárast.“ „Við erum með skemmtilegt fótboltalið og áhorfendur hafa gaman af því að horfa á okkur spila. Við þurfum hinsvegar að fara að landa sigrum Við erum komnir með 7 jafntefli í deildinni og það er ekki nægilega gott.“ Fjórir af næstum fimm leikjum Víkinga eru á móti Stjörnunni, Breiðablik og KR sem eru þrjú af fjórum efstu liðum deildarinnar. Víkingar eiga Blika bæði í deildinni og í undanúrslitaleik bikarsins. „Okkur finnst gaman að spila á móti þessum sterkustu liðum. Þetta er bæði svo gott tækifæri til að sýna hversu gott lið við erum og gott tækifæri fyrir okkar stráka til að sýna hversu góðir leikmenn þeir eru. Ég óttast ekkert að spila við þessi svo kölluðu sterkari lið.“ Eftir leikinn eru Víkingar í 10. sæti jafnir á stigum með Grindavík og KA. Arnar ætlar hinsvegar ekkert að láta hræðslu við fall breyta áætlunum sínum. „Við erum ennþá í hálfgerðri fallbaráttu þó svo að engum í klúbbnum líði þannig. Það er bara staðreynd og við þurfum að gjöra svo vel að vinna færin. Við þurfum að vera aðeins klókari á síðasta þriðjungnum. Maður sá muninn á reynslumiklum leikmönnum Vals og hvernig þeir voru að haga sér í kringum teiginn. Þeir voru að búa sér til færi úr engu og skoruðu úr nánast báðum færunum sem þeir fengu í leiknum en það eru klókindi sem koma með reynslunni. Reynsluna færðu bara með því að spila leiki.“ Orðið á götunni er að Björgvin Stefánsson gæti verið á leið í Víkina eftir að KR náðu í Kristján Flóka Finnbogason frá Start í Noregi. Arnar vildi lítið tjá sig um hvort Björgvin væri á leiðinni en viðurkenndi að þeir gætu notað auka framherja. „Bjöggi er náttúrulega bara mjög góður senter. KR voru að fá senter svo það gæti vel verið að það losni um hjá þeim. Hópurinn hjá okkur er bara flottur. Það væri fínt að fá einn framherja í viðbót til að styrkja í átökunum. Ekki bara í deildinni heldur eigum við líka hörku undanúrslitaleik í bikarnum líka.“ Kári Árnason og Eiður Aron í hörku baráttu.vísir/daníelBirkir Már:Gefum þeim tvö ódýr mörk„Ég er mjög óánægður með þetta. Við gefum þeim tvö ódýr mörk og klúðrum unnum leik,“ sagði Birkir Már Sævarsson leikmaður Vals eftir leik kvöldsins. Birkir lagði upp bæði mörk Vals með krossum. Hann var sáttur með það en hefði þó viljað vera með fleiri stoðsendingar á tímabilinu. „Fínt að krossarnir hitti á mann. Ég er með minna af stoðsendingum en ég hefði viljað á þessu tímabili svo það var fínt að fá tvær.“ Víkingar voru mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en sköpuðu sér ekki mörg stór færi. Birkir var ekkert að kippa sér upp yfir að þeir voru með boltann svo lengi sem þeir bjuggu ekki til færi. „Þeir eru með vel spilandi lið og þeir héldu boltanum vel en mér fannst þeir ekki skapa neitt eiginlega í fyrri hálfleik allavega sem ég man eftir. Það voru kannski einhver skot fyrir utan. Þeir voru mikið með boltann en við ákváðum að liggja aðeins tilbaka og sækja.“ Valsmenn spiluðu erfiðan Evrópuleik seinasta miðvikudag í Slóveníu. Leikurinn sat eflaust eitthvað í mönnum og ferðalagið sömuleiðis. „Það er kannski smá þreyta í mönnum. Það eru samt þokkalega margir dagar síðan að við spiluðum. Kannski situr ferðalagið og erfiður Evrópuleikur eitthvað í manni ennþá.“ Valsmenn taka á móti Ludogorets frá Búlgaríu í undankeppni Evrópudeildar félagsliða á fimmtudaginn. Ludogorets eru með hörkulið en þeir urðu meistarar í heimalandinu í fyrra. „Við förum í alla leiki til að vinna þá. Þetta er gott lið en ef við náum í góð úrslit heima og förum út með úrslit þar sem við eigum möguleika á að fara áfram þá erum við náttúrulega ánægðir. Það er erfiður leikur á fimmtudaginn og við verðum bara að gíra okkur upp í hann.“ Pepsi Max-deild karla
Víkingur og Valur gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í Pepsi Max deild karla. Valsmenn komust 2-0 yfir en náðu ekki að halda forystunni út leikinn. Víkingarnir sýndu mikinn karakter í endurkomunni og Logi Tómasson bjargaði stiginu með jöfnunarmarki á 88. mínútu og fullkomnaði endurkomu Víkinga. Valsmenn byrjuðu leikinn með látum og voru ekki lengi að koma sér yfir. Lasse Petry kom Val yfir með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Birki Má. Valsmenn voru með boltann liggur við allar fyrstu tíu mínúturnar og leit út eins og þeir ætluðu að stýra þessum leik algjörlega. Það var hinsvegar ekki raunin. Viktor Örlýgur Andrason kom inn á miðjuna fyrir Júlíus Magnússon sem meiddist og eftir það breyttist leikurinn að mörgu leyti. Víkingur tóku mikið af skotum í fyrri hálfleik og voru mikið meira með boltann. Þeir áttu hinsvegar ekkert dauðafæri. Guðmundur Andri Tryggvason átti besta færi Víkinga í fyrri hálfleik þegar hann skallaði boltann yfir markið. Annars voru flest þessi skot Víkinga utaf af velli og ekki mjög hættuleg. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleik aftur af krafti og skoruðu sitt annað mark snemma í seinni hálfleik. Sigurður Egill Lárusson skoraði á móti sínum gömlu félögum eftir laglega fyrirgjöf frá landsliðsbakverðinum, Birki Má Sævarssyni. Það var hinsvegar aftur eins og Valsmenn misstu dampinn þegar leið á hálfleikinn en núna voru heimamenn beittari. Guðmundur Andri Tryggvason minnkaði muninn með skallamarki á 59. mínútu. Markið kom eftir frábæra fyrirgjöf frá Davíð Erni Atlasyni og setti virkilega blóð á tennur heimamanna. Seinasta korterið áttu Víkingar einhver 6 skot á markið og ógnuðu mikið. Svipað og í fyrri hálfleik voru mörg þeirra utan af velli og sköpuðu ekki mikla hættu. Rétt áður en venjulegur leiktími kláraðist var hinsvegar annað uppi á teningnum. Nikolaj Hansen náði að koma boltanum á Loga Tómasson í teig Valsmanna eftir góða sendingu frá Ágústi Eðvald Hlynsson. Logi nýtti færið síðan frábærlega og setti boltann þar sem Hannes átti ekki möguleika á að komast í hann. Nikolaj Hansen með boltann í leiknum í kvöld en Eiður Aron Sigurbjörnsson sækir að honum.vísir/daníelAf hverju varð jafntefli?Valsmenn eru með meiri gæði og sýndu það á köflum en það þarf að vinna fyrir stigum í fótbolta. Ekki veit ég hvort það hafi verið þreyta eða hvað en Víkingsliðið átti skilið þetta stig sem þeir náðu sér í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr?Guðmundur Andri Tryggvason var hættulegasti maður Víkinga fram á við í dag. Hann skoraði auk þess að koma sér í nokkur góð færi. Hann kom sér oft í góðar stöður þar sem hann hefði getað búið til færi á mótum flestum bakvörðum í þessari deild en það er ekkert grín að spila á móti Birki Má sem stöðvaði oft góðar hreyfingar hjá honum. Logi Tómasson á síðan auðvitað mikið hrós skilið fyrir slúttið sitt en annars kom hann lítið við sögu í leiknum. Miðjan hjá Víkingum var mjög góð í leiknum og stýrði honum alveg lúngað af leiknum. Maður hefði ekki endilega haldið að þessir ungu strákar gætu haldið boltanum svona mikið á móti stjörnunum á miðjunni hjá Val en þeir voru frábærir í dag varnarlega. Þeir pressuðu vel og gerðu það erfitt fyrir miðjumenn Vals að snúa sem varð til þess að Valsmenn komust ekki í sinn venjulega sambabolta. Það vantaði hinsvegar uppá lykilsendingar hjá þeim. Viktor Örlýgur Andrason var sérstaklega öflugur en hann stýrði leiknum eins og hershöfðingi. Birkir Már Sævarsson var eflaust besti maður Vals í leiknum en lagði upp bæði mörk Vals. Auk þess var hann góður varnarlega í að loka á það sem Guðmundur Andri var að gera. Hvað gekk illa?Valsmenn voru ekki að spila sinn venjulega bolta í dag. Þeir duttu langt niður á völlinn og náðu á löngum köflum ekki að tengja saman sendingar fram á við. Það var eflaust einhver þreyta í hópnum eftir leikinn og ferðalagið frá Slóveníu en það vantaði uppá orkuna hjá þeim í kvöld. Bjarni Ólafur Eiríksson hefur átt betri leiki en í kvöld það verður bara að segjast. Var oftar en ekki skrefi á óvart Kwame Qwee sem er vissulega fljótur en þetta var ekki Bjarni Ólafur sem maður er vanur að sjá sem spilaði í kvöld. Það er hægt að hrósa Víkingum fyrir margt sem þeir gerðu á miðjunni í kvöld og í vörninni líka svo sem. En á fremsta þriðjungnum þá vantar ennþá eitthvað uppá til þess að þeir fari úr fallbaráttunni. Nikolaj Hansen tók vissulega einhver 5-6 skot í leiknum en aldrei úr hættulegri stöðu og hann þarf að vinna fyrir mest öllu sem hann gerir. Hvað gerist næst?Valsmenn fá Ludogorets fra Búlgaríu í heimsókn í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Síðan þurfa þeir að skella sér í göngin á sunnudaginn til að spila við Skagamenn. Víkingur fær Breiðablik í heimsókn á mánudaginn klukkan 19.15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/daníelÓli Jóh: Vorum aular í seinni hálfleik„Ég er bara full að hafa ekki unnið,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins þar sem hans lið missti niður tveggja marka forystu. Víkingar voru mikið meira með boltann lungað af leiknum en sköpuðu sér ekkert endilega mörg dauðafæri. „Það var svo sem ekkert meiningin að þeir væru með boltann. Við vorum með fín tök á þessum leik en við vorum aular í seinni hálfleik.“ Valsmenn spiluðu erfiðan Evrópuleik seinasta miðvikudag í Slóveníu. Leikurinn sat eflaust eitthvað í mönnum og ferðalagið sömuleiðis. „Auðvitað situr það eitthvað í okkur en ekki nóg til að það hafi áhrif á þennan leik.“ Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals var í stúkunni í kvöld en hann meiddist á móti Maribor á miðvikudaginn. Óli var ekki tilbúinn að tjá sig hvort hann verði með á fimmtudaginn. „Það er óljóst. Við skoðum það.“ Valsmenn taka á móti Ludogorets frá Búlgaríu í undankeppni Evrópudeildar félagsliða á fimmtudaginn. Ludogorets eru með hörkulið en þeir urðu meistarar í heimalandinu í fyrra. „Við förum að skoða þá á morgun. Við höfum ekkert verið pæla í þeim fram að þessu þannig að við gerum það á morgun.“ Arnar klæðir sig vel upp fyrir alla leiki.vísir/daníelArnar:Erum skemmtilegt fótboltalið„Já þú ert kröfuharður maður. Þetta var svakalegur leikur. Ég sagði við dómarann eftir leikinn að hann hefði mátt bæta við 20 mínútum af því að þetta var einn af þessum leikjum sem mig langaði ekki til að enda. Þetta fór fram og tilbaka og var svaka leikur.“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi að fá aftur bara eitt stig eftir flotta frammistöðu. Valsmenn spiluðu í Slóveníu á móti Maribor í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Valsmenn byrjuðu báða hálfleikina vel áður en tempóið þeirra dat niður. „Valsmenn voru smá þreyttir eftir Evrópuleikinn og við keyrðum yfir þá í seinni hálfleik. Við fengum á okkur klaufamörk sem kom í þeim í 2-0 og gerði leikinn aðeins erfiðari. Við gáfum hinsvegar bara í og þeir réðu ekkert við tempóið okkar í lokinn. “ „Þetta var flottur fótboltaleikur tveggja góðra liða. Valur byrjaði betur fyrsta korterið og þar sýndu þeim gæði sín. Þeir skora snemma en eftir var þetta jafnt og við fengum alveg færi til að skora en við nýtum þau ekki. Í seinni hálfleik vorum við bara mjög flottir. Ég er bara mjög stoltur af strákunum. “ Eins og oft áður voru 6 af þeim 14 leikmönnum sem komu við sögu fyrir Víking í leiknum undir 20 ára. Það er ekki mikið af liðum sem spila svona mikið á ungum leikmönnum og þeir eru búnir að sýna miklar framfarir í sumar. „Ég er bara mjög stoltur af strákunum.Hér er mikið af ungum og flottum strákum sem eru að læra leikinn og eru að læra leikinn á réttan hátt.“ Viktor Örlýgur Andrason kom inná eftir korter einmitt þegar leikurinn fór að snúast við. Heimamenn héldu boltanum mjög vel eftir að hann kom inná og Viktor sjálfur vann fullt af boltum áður en Valsmenn komust í sókn. „Viktor var mjög flottur. Hann er gömul sál. Ég talaði við hann í gær og sagði við hann að hann myndi spila stórt hlutverk. Það var ákveðið upplegg í gangi og hann átti að spila nánast allan seinni hálfleikinn. Hann kom inná fyrr og eins og ég segi er hann gömul sál. Hann er bara alltaf klár. Hann er ekki einn af þessum leikmönnum sem hangir á bekknum og er að bora í nefið. Hann er að pæla í leiknum og hann kemur klár inn í leikinn.“ Logi Tómasson skoraði sitt annað mark í sumar þegar hann jafnaði leikinn í lok seinni hálfleiks. Hitt markið sem Logi skoraði var einmitt líka á Hlíðarenda en í báðum leikjunum kom hann inná sem varamaður. „Logi kemur inná og skorar sitt mark. Hann virðist alltaf skora á móti Val svo það er í góðu lagi.“ Víkingar voru mikið meira með boltann í fyrri hálfleik og tóku fullt af skotum utan af velli. Þeir ógnuðu hins vegar aldrei almennilega marki Valsmanna og Hannes átti aldrei erfitt með að verja skotin sem komu á markið. „Við vorum að koma okkur í hrikalega góðar leikstöður eiginlega allan leikinn. Ekkert ósvipað og á móti FH. Það vantaði bara aðeins uppá alltaf. Menn komust næstum því einir í gegn, við vorum næstum því með góðar fyrirgjafir. Við vorum bara næstum því komnir í góð færi. En það er ekki hægt að kvarta yfir tempóinu og kraftinum sem strákarnir setja í hvern einasta leik. Þetta eru allt hörkuleikir og mjög erfið deild.“ „Valur er með frábært lið þrátt fyrir allar hrakspár um gengi þeirra seinni part sumars. Þeir sýndu það á köflum í kvöld en bæði lið voru bara virkilega flott í kvöld.“ Það kom kannski einhvejrum á óvart að sjá Atla Hrafn Andrason og Ágúst Eðvald Hlynsson saman á miðri miðjunni hjá Víkingum. Þeir eru báðir mjög sóknarsinnaðir leikmenn að upplagi og ekki þekktir fyrir pressuna sína. Þeir stóðu sig hinsvegar frábærlega í pressunni í kvöld og stöðvuðu oft sóknir Vals áður en þær komust af stað. „Þeir eru búnir að vinna mikið í pressunni. Pressan var ekki alveg í lagi á móti Fylki og við erum búnir að vinna í pressunni alla vikuna. Þó að Kári og Kwame séu frábærir í fótbotla þá eru þeir bara búnir að vera hjá okkur í korter. Við erum búnir að æfa okkar kerfi í allan vetur svo það tekur smá tíma að stilla strengina uppá nýtt. Við æfðum mjög vel í þessu hálfgerða hléi sem var að klárast.“ „Við erum með skemmtilegt fótboltalið og áhorfendur hafa gaman af því að horfa á okkur spila. Við þurfum hinsvegar að fara að landa sigrum Við erum komnir með 7 jafntefli í deildinni og það er ekki nægilega gott.“ Fjórir af næstum fimm leikjum Víkinga eru á móti Stjörnunni, Breiðablik og KR sem eru þrjú af fjórum efstu liðum deildarinnar. Víkingar eiga Blika bæði í deildinni og í undanúrslitaleik bikarsins. „Okkur finnst gaman að spila á móti þessum sterkustu liðum. Þetta er bæði svo gott tækifæri til að sýna hversu gott lið við erum og gott tækifæri fyrir okkar stráka til að sýna hversu góðir leikmenn þeir eru. Ég óttast ekkert að spila við þessi svo kölluðu sterkari lið.“ Eftir leikinn eru Víkingar í 10. sæti jafnir á stigum með Grindavík og KA. Arnar ætlar hinsvegar ekkert að láta hræðslu við fall breyta áætlunum sínum. „Við erum ennþá í hálfgerðri fallbaráttu þó svo að engum í klúbbnum líði þannig. Það er bara staðreynd og við þurfum að gjöra svo vel að vinna færin. Við þurfum að vera aðeins klókari á síðasta þriðjungnum. Maður sá muninn á reynslumiklum leikmönnum Vals og hvernig þeir voru að haga sér í kringum teiginn. Þeir voru að búa sér til færi úr engu og skoruðu úr nánast báðum færunum sem þeir fengu í leiknum en það eru klókindi sem koma með reynslunni. Reynsluna færðu bara með því að spila leiki.“ Orðið á götunni er að Björgvin Stefánsson gæti verið á leið í Víkina eftir að KR náðu í Kristján Flóka Finnbogason frá Start í Noregi. Arnar vildi lítið tjá sig um hvort Björgvin væri á leiðinni en viðurkenndi að þeir gætu notað auka framherja. „Bjöggi er náttúrulega bara mjög góður senter. KR voru að fá senter svo það gæti vel verið að það losni um hjá þeim. Hópurinn hjá okkur er bara flottur. Það væri fínt að fá einn framherja í viðbót til að styrkja í átökunum. Ekki bara í deildinni heldur eigum við líka hörku undanúrslitaleik í bikarnum líka.“ Kári Árnason og Eiður Aron í hörku baráttu.vísir/daníelBirkir Már:Gefum þeim tvö ódýr mörk„Ég er mjög óánægður með þetta. Við gefum þeim tvö ódýr mörk og klúðrum unnum leik,“ sagði Birkir Már Sævarsson leikmaður Vals eftir leik kvöldsins. Birkir lagði upp bæði mörk Vals með krossum. Hann var sáttur með það en hefði þó viljað vera með fleiri stoðsendingar á tímabilinu. „Fínt að krossarnir hitti á mann. Ég er með minna af stoðsendingum en ég hefði viljað á þessu tímabili svo það var fínt að fá tvær.“ Víkingar voru mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en sköpuðu sér ekki mörg stór færi. Birkir var ekkert að kippa sér upp yfir að þeir voru með boltann svo lengi sem þeir bjuggu ekki til færi. „Þeir eru með vel spilandi lið og þeir héldu boltanum vel en mér fannst þeir ekki skapa neitt eiginlega í fyrri hálfleik allavega sem ég man eftir. Það voru kannski einhver skot fyrir utan. Þeir voru mikið með boltann en við ákváðum að liggja aðeins tilbaka og sækja.“ Valsmenn spiluðu erfiðan Evrópuleik seinasta miðvikudag í Slóveníu. Leikurinn sat eflaust eitthvað í mönnum og ferðalagið sömuleiðis. „Það er kannski smá þreyta í mönnum. Það eru samt þokkalega margir dagar síðan að við spiluðum. Kannski situr ferðalagið og erfiður Evrópuleikur eitthvað í manni ennþá.“ Valsmenn taka á móti Ludogorets frá Búlgaríu í undankeppni Evrópudeildar félagsliða á fimmtudaginn. Ludogorets eru með hörkulið en þeir urðu meistarar í heimalandinu í fyrra. „Við förum í alla leiki til að vinna þá. Þetta er gott lið en ef við náum í góð úrslit heima og förum út með úrslit þar sem við eigum möguleika á að fara áfram þá erum við náttúrulega ánægðir. Það er erfiður leikur á fimmtudaginn og við verðum bara að gíra okkur upp í hann.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti