Ísland tekur í dag sæti í stjórn Alþjóðabankans Heimsljós kynnir 1. júlí 2019 16:15 Geir H. Haarde. UTN Geir H. Haarde, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, tók í dag við stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hjá Alþjóðabankanum. Hann kemur til með að stýra skrifstofu kjördæmisins í höfuðstöðvum bankans í Washington um tveggja ára skeið og situr í 25 manna stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins. Ísland er fámennasta aðildarríki bankans sem skipar í stöðu aðalfulltrúa í stjórn hans. „Alþjóðabankinn er stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum og aðalfulltrúinn gegnir umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Alþjóðabankinn hefur lengi verið ein helsta samstarfsstofnun okkar í þróunarmálum og á síðustu árum hefur okkur tekist að koma íslenskri sérþekkingu á framfæri í verkefnum bankans, einkum á sviði jarðhita, fiskimála og jafnréttis- og mannréttindamála,“ segir Guðlaugur Þór, sem tók jafnframt sæti í þróunarsamvinnunefnd bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins. Næstu tvö árin kemur í hlut Íslands að halda utan um samstarf kjördæmislandanna og samskipti við skrifstofu kjördæmisins og höfuðborgir landanna, en sérstök deild innan þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sinnir verkefninu með sjónarmið allra þjóðanna átta að leiðarljósi.Stór hluti framlaga Íslands fer til IDA, Alþjóðaframfarastofnunarinnar, sem er ein af fimm stofnunum bankans.Af þeim fimm stofnunum sem Alþjóðabankinn samanstendur af, fer stór hluti íslenskra framlaga til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem veitir fátækustu ríkjum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum. Að sögn Þórarinnu Söebech, fulltrúa Íslands á skrifstofu Alþjóðabankans, er endurfjármögnun IDA mikilvægasta verkefnið sem bankinn fæst við um þessar mundir. Af öðrum stórum verkefnum nefnir hún Mannauðsverkefnið, Human Capital Project, sem bankinn kynnti í lok síðasta árs og lýtur að fjárfestingu í mannauði komandi kynslóða. Milli kjördæmislandanna ríkir samkomulag um að Norðurlöndin fimm útnefni til skiptis aðalfulltrúa í stjórn bankans og leiði á sama tíma samræmingarstarf kjördæmisins. Samræmingarhlutverkið krefst þess að fulltrúar Íslands fylgjast náið með allri starfsemi bankans, geti sett sig efnislega inn í öll helstu mál og myndað ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem eru á dagskrá hverju sinni og leitt samræmingu á afstöðu kjördæmisins í málefnum bankans. Til marks um gífurleg umsvif Alþjóðabankans má nefna að árið 2017 samþykkti bankinn lán og fjárveitingar til verkefna að upphæð 67 milljarða Bandaríkjadala. Verkefni á vegum bankans eru samtals 13.730 í 174 þjóðríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent
Geir H. Haarde, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, tók í dag við stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hjá Alþjóðabankanum. Hann kemur til með að stýra skrifstofu kjördæmisins í höfuðstöðvum bankans í Washington um tveggja ára skeið og situr í 25 manna stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins. Ísland er fámennasta aðildarríki bankans sem skipar í stöðu aðalfulltrúa í stjórn hans. „Alþjóðabankinn er stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum og aðalfulltrúinn gegnir umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Alþjóðabankinn hefur lengi verið ein helsta samstarfsstofnun okkar í þróunarmálum og á síðustu árum hefur okkur tekist að koma íslenskri sérþekkingu á framfæri í verkefnum bankans, einkum á sviði jarðhita, fiskimála og jafnréttis- og mannréttindamála,“ segir Guðlaugur Þór, sem tók jafnframt sæti í þróunarsamvinnunefnd bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins. Næstu tvö árin kemur í hlut Íslands að halda utan um samstarf kjördæmislandanna og samskipti við skrifstofu kjördæmisins og höfuðborgir landanna, en sérstök deild innan þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sinnir verkefninu með sjónarmið allra þjóðanna átta að leiðarljósi.Stór hluti framlaga Íslands fer til IDA, Alþjóðaframfarastofnunarinnar, sem er ein af fimm stofnunum bankans.Af þeim fimm stofnunum sem Alþjóðabankinn samanstendur af, fer stór hluti íslenskra framlaga til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem veitir fátækustu ríkjum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum. Að sögn Þórarinnu Söebech, fulltrúa Íslands á skrifstofu Alþjóðabankans, er endurfjármögnun IDA mikilvægasta verkefnið sem bankinn fæst við um þessar mundir. Af öðrum stórum verkefnum nefnir hún Mannauðsverkefnið, Human Capital Project, sem bankinn kynnti í lok síðasta árs og lýtur að fjárfestingu í mannauði komandi kynslóða. Milli kjördæmislandanna ríkir samkomulag um að Norðurlöndin fimm útnefni til skiptis aðalfulltrúa í stjórn bankans og leiði á sama tíma samræmingarstarf kjördæmisins. Samræmingarhlutverkið krefst þess að fulltrúar Íslands fylgjast náið með allri starfsemi bankans, geti sett sig efnislega inn í öll helstu mál og myndað ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem eru á dagskrá hverju sinni og leitt samræmingu á afstöðu kjördæmisins í málefnum bankans. Til marks um gífurleg umsvif Alþjóðabankans má nefna að árið 2017 samþykkti bankinn lán og fjárveitingar til verkefna að upphæð 67 milljarða Bandaríkjadala. Verkefni á vegum bankans eru samtals 13.730 í 174 þjóðríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent