Telja lík vera laumufarþega sem féll úr flugvél yfir London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 22:02 Vélin flaug undir merkjum Kenya Airways. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Nurphote/Getty Lögreglan í London, höfuðborg Bretlands, segist telja að lík sem fannst í almenningsgarði í suðurhluta borgarinnar hafa verið laumufarþega um borð í vél á leið til lendingar á Heathrow-flugvelli. Hinn grunaði laumufarþegi er talinn hafa laumast óséður inn í flugvél félagsins Kenya Airways. Talið er að hann hafi hrapað úr vélinni þegar dekk vélarinnar voru sett út til lendingar. Independent greinir frá. Bakpoki, vatn og matur fundust þá í rými lendingarbúnaðarins þegar til Heathrow var komið. Garðurinn þar sem lík mannsins fannst er í um 20 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum sjálfum og því er áætlað að vélin hafi verið í um þrjú þúsund feta hæð þegar maðurinn hrapaði. Það eru rúmlega níu hundruð metrar. Í tilkynningu frá lögreglunni í London segir að unnið sé að því að bera kennsl á lík mannsins. „Lögregla var kölluð til klukkan 15:39 á sunnudaginn 30. júní í íbúðahverfi við Offerton-veg í Clapham, eftir að lík fannst í almenningsgarði. Lögreglumenn héldu á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Lík, sem talið er vera af karlmanni (aldur óþekktur), fannst í garðinum.“ Í tilkynningunni kemur einnig fram að krufning muni fara fram á manninum. „Ekki er talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Rannsókn er þegar hafin á nákvæmum tildrögum dauða mannsins.“ Þetta er ekki fyrsta tilfellið þar sem lík einhvers sem talinn er hafa hrapað úr flugvél finnst í London á síðustu árum. Þau lík sem hafa fundist hafa þó verið talsvert nær flugvellinum heldur en í þessu tilfelli. Bretland England Fréttir af flugi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Lögreglan í London, höfuðborg Bretlands, segist telja að lík sem fannst í almenningsgarði í suðurhluta borgarinnar hafa verið laumufarþega um borð í vél á leið til lendingar á Heathrow-flugvelli. Hinn grunaði laumufarþegi er talinn hafa laumast óséður inn í flugvél félagsins Kenya Airways. Talið er að hann hafi hrapað úr vélinni þegar dekk vélarinnar voru sett út til lendingar. Independent greinir frá. Bakpoki, vatn og matur fundust þá í rými lendingarbúnaðarins þegar til Heathrow var komið. Garðurinn þar sem lík mannsins fannst er í um 20 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum sjálfum og því er áætlað að vélin hafi verið í um þrjú þúsund feta hæð þegar maðurinn hrapaði. Það eru rúmlega níu hundruð metrar. Í tilkynningu frá lögreglunni í London segir að unnið sé að því að bera kennsl á lík mannsins. „Lögregla var kölluð til klukkan 15:39 á sunnudaginn 30. júní í íbúðahverfi við Offerton-veg í Clapham, eftir að lík fannst í almenningsgarði. Lögreglumenn héldu á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Lík, sem talið er vera af karlmanni (aldur óþekktur), fannst í garðinum.“ Í tilkynningunni kemur einnig fram að krufning muni fara fram á manninum. „Ekki er talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Rannsókn er þegar hafin á nákvæmum tildrögum dauða mannsins.“ Þetta er ekki fyrsta tilfellið þar sem lík einhvers sem talinn er hafa hrapað úr flugvél finnst í London á síðustu árum. Þau lík sem hafa fundist hafa þó verið talsvert nær flugvellinum heldur en í þessu tilfelli.
Bretland England Fréttir af flugi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira