Svekktur en stoltur Neville: Sagði við þær að það verða engin tár í kvöld Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júlí 2019 21:45 Neville hughreystir markaskorarann White í leikslok. vísir/getty Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld. „Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok. „Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“ „Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“England's World Cup is not quite over. They have a chance to equal their achievements of four years ago. The #Lionesses will face one of the Netherlands or Sweden in Saturday's third-fourth play-off match.https://t.co/dvFnBJyBL8#ENGUSA#Lionesses#USAvENG#WWC19#ENGpic.twitter.com/Mur36cfx1B— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins. „Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“ Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn. „Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld. „Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok. „Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“ „Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“England's World Cup is not quite over. They have a chance to equal their achievements of four years ago. The #Lionesses will face one of the Netherlands or Sweden in Saturday's third-fourth play-off match.https://t.co/dvFnBJyBL8#ENGUSA#Lionesses#USAvENG#WWC19#ENGpic.twitter.com/Mur36cfx1B— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins. „Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“ Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn. „Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira