Lionel Messi missti sig eftir tapið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Lionel Messi var svekktur eftir leikinn. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu eru úr leik á Copa America eftir 2-0 tap fyrir Brasilíu í nótt. Það var svekkjandi fyrir Messi að horfa á eftir enn einum möguleikanum á enda bið sína eftir stórum titli með Argentínu. Þetta mátti sjá í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi hreinlega missti sig eftir tapið í nótt og lét dómara leiksins heyra það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir. Ólíkt fyrri leikjum á mótinu var VAR í aukahlutverki í nótt. Það var eitt af því sem Messi kvartaði mikið yfir. Ekvadorinn Roddy Zambrano sem dæmdi leikinn var ekkert á því að nýta sér Varsjána í þessum leik og það þrátt fyrir Argentínumönnum fannst oft tilefni til þess. Sérstaklega vildu þeir fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Brasilíu. „Dómararnir voru orðnir þreyttir á ruglákvörðunum sínum á Copa og fóru aldrei í Varsjána í leiknum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn.Argentina captain Lionel Messi has launched a sensational attack on referees after the team's loss to Brazil in the #CopaAmerica semifinals. FULL STORY: https://t.co/9a7ipMBhgdpic.twitter.com/XSXu5zreml — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) July 3, 2019 „Svona var þetta allan leikinn. Dómararnir voru í ruglinu. Þeir hafa enga afsökun og það þarf að skoða þetta betur. Vonandi gerir CONMEBOL (suðurameríska knattspyrnusambandið) eitthvað við þessa dómara,“ sagði Messi reiður. „Við reyndum allt sem við gátum til að komast áfram en dómararnir voru á móti okkur. Ég held að það verði ekkert gert því Brasilíumenn ráða öllu í dag. Þetta er því flókið. Við þurfum ekki að skammast okkar. Þetta gekk ekki upp og við vorum ekki með heppnina með okkur í liði,“ sagði Messi. „Ég er svekktur af því að við áttum góðan leik og gáfum mikið í þetta. Þetta átti ekki að enda svona því þeir voru ekki betra liðið í þessum leik,“ sagði Messi.Messi's trophy cabinet is full of hardware, but he's still waiting for an international trophy. pic.twitter.com/dgjv3BapUZ — ESPN (@espn) July 3, 2019 Argentína Copa América Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu eru úr leik á Copa America eftir 2-0 tap fyrir Brasilíu í nótt. Það var svekkjandi fyrir Messi að horfa á eftir enn einum möguleikanum á enda bið sína eftir stórum titli með Argentínu. Þetta mátti sjá í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi hreinlega missti sig eftir tapið í nótt og lét dómara leiksins heyra það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir. Ólíkt fyrri leikjum á mótinu var VAR í aukahlutverki í nótt. Það var eitt af því sem Messi kvartaði mikið yfir. Ekvadorinn Roddy Zambrano sem dæmdi leikinn var ekkert á því að nýta sér Varsjána í þessum leik og það þrátt fyrir Argentínumönnum fannst oft tilefni til þess. Sérstaklega vildu þeir fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Brasilíu. „Dómararnir voru orðnir þreyttir á ruglákvörðunum sínum á Copa og fóru aldrei í Varsjána í leiknum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn.Argentina captain Lionel Messi has launched a sensational attack on referees after the team's loss to Brazil in the #CopaAmerica semifinals. FULL STORY: https://t.co/9a7ipMBhgdpic.twitter.com/XSXu5zreml — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) July 3, 2019 „Svona var þetta allan leikinn. Dómararnir voru í ruglinu. Þeir hafa enga afsökun og það þarf að skoða þetta betur. Vonandi gerir CONMEBOL (suðurameríska knattspyrnusambandið) eitthvað við þessa dómara,“ sagði Messi reiður. „Við reyndum allt sem við gátum til að komast áfram en dómararnir voru á móti okkur. Ég held að það verði ekkert gert því Brasilíumenn ráða öllu í dag. Þetta er því flókið. Við þurfum ekki að skammast okkar. Þetta gekk ekki upp og við vorum ekki með heppnina með okkur í liði,“ sagði Messi. „Ég er svekktur af því að við áttum góðan leik og gáfum mikið í þetta. Þetta átti ekki að enda svona því þeir voru ekki betra liðið í þessum leik,“ sagði Messi.Messi's trophy cabinet is full of hardware, but he's still waiting for an international trophy. pic.twitter.com/dgjv3BapUZ — ESPN (@espn) July 3, 2019
Argentína Copa América Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira