Sílemenn eiga enn möguleika á að jafna 72 ára gamalt afrek Argentínumanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 16:30 Sílemaðurinn Alexis Sánchez fagnar öðru marka sinna í keppninni í ár. Getty/ Buda Mendes Seinni undanúrslitaleikur Copa America 2019 fer fram í kvöld en í boði er úrslitaleikur á móti Brasilíu á Maracana á sunnudaginn. Sílemaðurinn Alexis Sánchez fær þarna tækifæri til að upplifa betri tíma inn á knattspyrnuvellinum en á nýloknu tímabili með Manchester United sem reyndist honum mjög erfitt. Sánchez þarf að sanna það fyrir heiminum að hann sé ekki búinn að vera og góður leikur hjá honum í kvöld væri risaskref í þá átt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Það er nokkur tími liðin síðan að eitthvað annað lið en Síle gat kallað sig Suðurameríkumeistara í knattspyrnu karla. Síle getur í kvöld komist í þriðja úrslitaleikinn í röð. Úrúgvæ vann keppnina árið 2011 en enginn gefur náð að stoppa Síle í síðustu tveimur keppnum. Brasilíumenn komust fyrst í úrslitaleikinn eftir sigur á Argentínu í fyrri undanúrslitaleiknum í nótt. Þar var á ferðinni hinn eini og sanni Clasico leikur Suður-Ameríku en í viðureign Síle og Perú í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld er aftur á móti uppgjör Kyrrahafsstrandþjóðanna. Síle getur orðið fyrsta þjóðin í 72 ár til að vinna þrjár Copa America keppnir í röð en það gerðist síðast þegar Argentínumenn unnu þrjár keppnir í röð frá 1945 til 1947. Síle vann 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni og í bæði skiptin mætti Síle Lionel Messi og félögum í Argentínu í úrslitaleiknum. Síle varð í öðru sæti á eftir Úrúgvæ í sínum riðli í riðlakeppni Copa America í ár en Perú sló síðan Úrúgvæ út úr átta liða úrslitunum. Síle vann á sama tíma Kólumbíu í vítakeppni. Síle vann 2-1 sigur á Perú í undanúrslitunum fyrir fjórum árum en þá skoraði Eduardo Vargas bæði mörkin. Eduardo Vargas er markahæstur Sílemanna í keppninni í ár ásamt Alexis Sánchez. Báðir hafa skorað tvö mörk. Chile Copa América Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Seinni undanúrslitaleikur Copa America 2019 fer fram í kvöld en í boði er úrslitaleikur á móti Brasilíu á Maracana á sunnudaginn. Sílemaðurinn Alexis Sánchez fær þarna tækifæri til að upplifa betri tíma inn á knattspyrnuvellinum en á nýloknu tímabili með Manchester United sem reyndist honum mjög erfitt. Sánchez þarf að sanna það fyrir heiminum að hann sé ekki búinn að vera og góður leikur hjá honum í kvöld væri risaskref í þá átt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Það er nokkur tími liðin síðan að eitthvað annað lið en Síle gat kallað sig Suðurameríkumeistara í knattspyrnu karla. Síle getur í kvöld komist í þriðja úrslitaleikinn í röð. Úrúgvæ vann keppnina árið 2011 en enginn gefur náð að stoppa Síle í síðustu tveimur keppnum. Brasilíumenn komust fyrst í úrslitaleikinn eftir sigur á Argentínu í fyrri undanúrslitaleiknum í nótt. Þar var á ferðinni hinn eini og sanni Clasico leikur Suður-Ameríku en í viðureign Síle og Perú í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld er aftur á móti uppgjör Kyrrahafsstrandþjóðanna. Síle getur orðið fyrsta þjóðin í 72 ár til að vinna þrjár Copa America keppnir í röð en það gerðist síðast þegar Argentínumenn unnu þrjár keppnir í röð frá 1945 til 1947. Síle vann 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni og í bæði skiptin mætti Síle Lionel Messi og félögum í Argentínu í úrslitaleiknum. Síle varð í öðru sæti á eftir Úrúgvæ í sínum riðli í riðlakeppni Copa America í ár en Perú sló síðan Úrúgvæ út úr átta liða úrslitunum. Síle vann á sama tíma Kólumbíu í vítakeppni. Síle vann 2-1 sigur á Perú í undanúrslitunum fyrir fjórum árum en þá skoraði Eduardo Vargas bæði mörkin. Eduardo Vargas er markahæstur Sílemanna í keppninni í ár ásamt Alexis Sánchez. Báðir hafa skorað tvö mörk.
Chile Copa América Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira