Prinsessan af Dúbaí sögð á flótta í Bretlandi og óttast um líf sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 10:43 Maktoum (í gulu) og Haya prinsessa saman árið 2016. Vísir/EPA Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí. Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí.
Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira