Allir leikmenn Perú vildu greinilega kossinn frá leikkonunni og hún er búin að velja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 09:00 Leikmenn Peru fagna og til vinstri er umrædd Stephanie Cayo. Mynd/Samsett/AP og Getty Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019 Copa América Perú Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Sjá meira
Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019
Copa América Perú Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Sjá meira