Höfða mál vegna hávaðasams hana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 21:11 Maurice ásamt eiganda sínum, Corinne Fesseau, á góðri stundu. Vísir/Getty Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu. Dýr Frakkland Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira
Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu.
Dýr Frakkland Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira