Gilberto var bæði söngvari og lagahöfundur og átti stóran þátt í vinsældum Bossa Nova tónlistar á heimsvísu á sjöunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá.
Gilberto fæddist í Bahia í norðausturhluta landsins árið 1931 og hóf feril sinn sem söngvari einungis 18 ára gamall. Seint á sjötta áratugnum gaf Gilbert út plötuna Chega de Saudade sem er álitin ein mikilvægasta plata í sögu brasilískrar tónlistar.
Greint hefur verið frá því að Gilberto hafi undanfarin ár barist við veikindi og lést hann í kjölfar þeirra á heimili sínu í Ríó de Janeiro.
Hér að neðan má heyra tvö lög, annarsvegar Bim-bom sem talið er vera fyrsta bossa nova lagið
og svo flutning Gilberto á laginu Girl from Ipanema