Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. júlí 2019 07:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. Því hefur löngum verið haldið fram að á Íslandi sé til næg raforka. En breytingar í samfélaginu hafa áhrif á notkunina. „Ný tækni og aukin tækjanotkun hafa einnig áhrif. Öll sjálfvirkni er í raun keyrð á rafmagni,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Þrjú ár eru ekki langur tími. Sérstaklega í ljósi þess að þær nýju virkjanir sem bætast við á næstu árum eru smáar í sniðum. Oftast tekur um sjö til fimmtán ár að koma upp stórri vatnsaflsvirkjun. Guðmundur segir að hægt sé að koma upp vindorkuverum á skemmri tíma en þau séu háð veðri. „Ef við lendum í aflskorti þá eru teknar ákvarðanir um hvar þurfi að skera tímabundið á raforku og á hvaða tímum. Það verður þá á þeim tíma þar sem notkunin er mest,“ segir Guðmundir Ingi. Að sögn Guðmundar Inga yrði orka þá skorin niður á daginn, og ákveða þyrfti hvort það yrði hjá fyrirtækjum eða einstaklingum. Einnig á hvaða svæðum. „Það ber ekkert fyrirtæki ábyrgð á að hér sé til næg raforka. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum í landinu hverju sinni. Við höfum komið þessum skilaboðum til stjórnvalda og teljum að á það sé hlustað,“ segir forstjóri Landnets. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. Því hefur löngum verið haldið fram að á Íslandi sé til næg raforka. En breytingar í samfélaginu hafa áhrif á notkunina. „Ný tækni og aukin tækjanotkun hafa einnig áhrif. Öll sjálfvirkni er í raun keyrð á rafmagni,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Þrjú ár eru ekki langur tími. Sérstaklega í ljósi þess að þær nýju virkjanir sem bætast við á næstu árum eru smáar í sniðum. Oftast tekur um sjö til fimmtán ár að koma upp stórri vatnsaflsvirkjun. Guðmundur segir að hægt sé að koma upp vindorkuverum á skemmri tíma en þau séu háð veðri. „Ef við lendum í aflskorti þá eru teknar ákvarðanir um hvar þurfi að skera tímabundið á raforku og á hvaða tímum. Það verður þá á þeim tíma þar sem notkunin er mest,“ segir Guðmundir Ingi. Að sögn Guðmundar Inga yrði orka þá skorin niður á daginn, og ákveða þyrfti hvort það yrði hjá fyrirtækjum eða einstaklingum. Einnig á hvaða svæðum. „Það ber ekkert fyrirtæki ábyrgð á að hér sé til næg raforka. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum í landinu hverju sinni. Við höfum komið þessum skilaboðum til stjórnvalda og teljum að á það sé hlustað,“ segir forstjóri Landnets.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira