Valið stendur nú á milli Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands, og Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í leiðtogavali breska Íhaldsflokksins. Michael Gove og Sajid Javid heltust báðir úr lestinni í dag.
Gove fékk 75 atkvæði og Hunt 77 í seinni kosningum dagsins. Johnson jók enn forskot sitt í leiðtogavalinu með 160 atkvæðum.
Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins en tilkynnt verður um nýjan formann 22. júlí næstkomandi.
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið

Tengdar fréttir

Johnson bætti við sig fylgi
Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra Breta, datt í gær úr leik í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, þar sem einnig er valinn nýr forsætisráðherra Breta.

Fyrrverandi Brexitmálaráðherra heltist úr lestinni
Dominic Raab, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, heltist úr lestinni í atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins um nýtt leiðtogaefni í dag.

Þrír eftir í baráttunni
Sajid Javid heltist í dag úr lestinni í baráttunni um hver verði næsti formaður breska Íhaldsflokksins.