Þjóðverjar fyrstir í 16-liða úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2019 17:15 Sara Däbritz fagnar eftir að hafa komið Þýskalandi í 2-0. vísir/getty Þýskaland vann öruggan sigur á Nígeríu, 3-0, í fyrsta leik 16-liða úrslita heimsmeistaramóts kvenna í Grenoble í dag. Þjóðverjar hafa komist í 8-liða úrslit á öllum átta heimsmeistaramótum kvenna. Á 20. mínútu skoraði Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Linu Magull. Popp lék sinn 100. landsleik í dag og hélt upp á áfangann með marki. Sjö mínútum síðar jók Sara Däbritz muninn í 2-0 með marki úr vítaspyrnu. Yoshimi Yamashita dæmdi víti eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Däbritz er markahæst Þjóðverja á HM með þrjú mörk. Þegar átta mínútur voru til leiksloka nýtti Lea Schüller sér mistök í vörn Nígeríu og skoraði þriðja mark Þýskalands. Lokatölur 3-0, Þjóðverjum í vil. Í 8-liða úrslitunum mætir Þýskaland sigurvegaranum úr leik Svíþjóðar og Kanada. HM 2019 í Frakklandi
Þýskaland vann öruggan sigur á Nígeríu, 3-0, í fyrsta leik 16-liða úrslita heimsmeistaramóts kvenna í Grenoble í dag. Þjóðverjar hafa komist í 8-liða úrslit á öllum átta heimsmeistaramótum kvenna. Á 20. mínútu skoraði Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Linu Magull. Popp lék sinn 100. landsleik í dag og hélt upp á áfangann með marki. Sjö mínútum síðar jók Sara Däbritz muninn í 2-0 með marki úr vítaspyrnu. Yoshimi Yamashita dæmdi víti eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Däbritz er markahæst Þjóðverja á HM með þrjú mörk. Þegar átta mínútur voru til leiksloka nýtti Lea Schüller sér mistök í vörn Nígeríu og skoraði þriðja mark Þýskalands. Lokatölur 3-0, Þjóðverjum í vil. Í 8-liða úrslitunum mætir Þýskaland sigurvegaranum úr leik Svíþjóðar og Kanada.