Myndi veðja á Bandaríkin sem sigurvegara Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 10:30 Bandaríkin fagnar marki fyrr í mótinu. vísir/getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira