Flott opnun í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2019 09:00 Alls veiddust 24 laxar í Grimsá við opnun Mynd: Hreggnasi FB Skilyrðin í Borgarfirðinum eru ansi erfið en það er ekki sama staðan í öllum ánum og eins og er stendur Grímsá upp úr. Opnun Grímsár tókst ljómandi vel enda áin í ágætu vatni og töluvert af fiski gengin í hana. Veiðitölur eru líka að endurspegla gott ástand í ánni en alls veiddust 24 laxar á aðeins fjórar stangir í opnunarhollinu og er það mesta veiðin í holli í Borgarfirðinum á þessu tímabili. Meira og minna allir laxarnir sem veiddust voru vænir tveggja ára laxar en reikna má með því að smálaxinn fari að láta sjá sig núna næstu daga með vaxandi straum. Veiðimenn sem eiga daga á næstunni hljóta að fagna fréttum af rigningu sem er spáð í vikunni enda er ástandið í Norðurá, Þverá og Kjarrá orðið mjög slæmt og það að skrifa einu sinni niður að veiðin í Norðurá sé ekki búin að ná 20 löxum 22. júní er eitthvað sem Veiðivísir átti aldrei von á að gera en við skulum vona að ástandið batni til hins betra með rigningu næstu daga en samkvæmt spánni erum vi ðað tala um alvöru sunnlenskt úrhelli. Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði
Skilyrðin í Borgarfirðinum eru ansi erfið en það er ekki sama staðan í öllum ánum og eins og er stendur Grímsá upp úr. Opnun Grímsár tókst ljómandi vel enda áin í ágætu vatni og töluvert af fiski gengin í hana. Veiðitölur eru líka að endurspegla gott ástand í ánni en alls veiddust 24 laxar á aðeins fjórar stangir í opnunarhollinu og er það mesta veiðin í holli í Borgarfirðinum á þessu tímabili. Meira og minna allir laxarnir sem veiddust voru vænir tveggja ára laxar en reikna má með því að smálaxinn fari að láta sjá sig núna næstu daga með vaxandi straum. Veiðimenn sem eiga daga á næstunni hljóta að fagna fréttum af rigningu sem er spáð í vikunni enda er ástandið í Norðurá, Þverá og Kjarrá orðið mjög slæmt og það að skrifa einu sinni niður að veiðin í Norðurá sé ekki búin að ná 20 löxum 22. júní er eitthvað sem Veiðivísir átti aldrei von á að gera en við skulum vona að ástandið batni til hins betra með rigningu næstu daga en samkvæmt spánni erum vi ðað tala um alvöru sunnlenskt úrhelli.
Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði